Fara í efni

Jólasýning Fimleikadeildar Gróttu

Árleg jólasýning Fimleikadeildar Gróttu var haldin 13. desember sl. Allir iðkendur félagsins sýndu þar glæsilegar fimleikaæfingar, sem færðar höfðu verið í jólabúning eins og tíðkast á jólasýningum.

Árleg jólasýning Fimleikadeildar Gróttu var haldin 13. desember sl. Allir iðkendur félagsins sýndu þar glæsilegar fimleikaæfingar, sem færðar höfðu verið í jólabúning eins og tíðkast á jólasýningum.

Að þessu sinni hófst sýningin á dansi, sem hópur fimleikastúlkna á aldrinum 5-8 ára sýndi. Þar á eftir var litið inn á æfingu hjá framhaldshópum þar sem framkvæmdar voru ýmsar æfingar eins og flikk flakk og heljarstökk á jafnvægisslá, gólfæfingar, æfingar á tvíslá o.fl. Síðan komu atriðin eitt af öðru eins og dýnustökk, hreindýradans, trampólín og lokaatriðið var stórkostlegur dans, sem margir hópar tóku þátt í að sýna og endaði með jólauppstillingu við mikinn fögnuð áhorfenda.

Jólasýning Fimleikadeildar GróttuFjöldi fólks sótti sýninguna sem tókst með miklum ágætum enda höfðu þjálfarar og iðkendur lagt mikið á sig til að svo mætti verða. Að lokum var boðið upp á smákökur og drykki þar sem fólk sagði jólasögur og söng hátt og snjallt “gleðileg jól”.

Með jólakveðju frá Fimleikadeild Gróttu.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?