Bæjarstjóri hefur undirritað samning á milli Seltjarnarnesbæjar og VSÓ um hönnun gervigrasvallar og undirbúning útboðs á evrópska efnahagssvæðinu. Viðstaddir undirritun voru þau Hilmar Steinar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu og Ásgerður Halldórsdóttir formaður Æskulýðs- og íþróttaráðs og lýstu bæði yfir mikilli ánægju með verkefnið.
Bæjarstjóri hefur undirritað samning á milli Seltjarnarnesbæjar og VSÓ um hönnun gervigrasvallar og undirbúning útboðs á evrópska efnahagssvæðinu. Viðstaddir undirritun voru þau Hilmar Steinar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu og Ásgerður Halldórsdóttir formaður Æskulýðs- og íþróttaráðs og lýstu bæði yfir mikilli ánægju með verkefnið.
Vellinum er ætlaður staður við hlið Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness á Hrólfsskálamel í tengslum við gerð deiliskipulags fyrir svæðið og Suðurströnd samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. Völlurinn verður keppnisvöllur í stærðarflokki D samkvæmt reglum KSÍ. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í vor og stefnt er að því að völlurinn verði tekinn í gagnið næsta haust. Gerð vallarins byggir þó því að deiliskipulag miðbæjarsvæðisins á Hrólfsskálamel og Suðurströnd verði formlega staðfest fyrir sumarbyrjun.