Fara í efni

Í fararbroddi rafrænnar stjórnsýslu

Ljósleiðaraverkefni Seltjarnarnesbæjar sem og sú þjónusta sem bærinn veitir með rafrænum hætti hefur vakið athygli erlendis um nokkurt skeið en bærinn hefur verið meðlimur í alþjóðlegum samtökum rafrænna borga.

Óskar J. SandholtLjósleiðaraverkefni Seltjarnarnesbæjar sem og sú þjónusta sem bærinn veitir með rafrænum hætti hefur vakið athygli erlendis um nokkurt skeið en bærinn hefur verið meðlimur í alþjóðlegum samtökum rafrænna borga. Í októbermánuði var Óskari J. Sandholt, framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs boðið til Frakklands og Grikklands til að kynna framangreind verkefni ásamt árangri af fartölvuvæðingu skóla bæjarins.

Kynningin var annarsvegar í ráðhúsi Parísarborgar og hins vegar í viðhafnarhúsi Trikala á suð-austanverðu Grikklandi. Í báðum tilfellum var gerður góður rómur að kynningunum og þótti til fyrirmyndar að jafn fámennt samfélag og Seltjarnanes er í alþjóðlegu tilliti gæti haldið úti jafn öflugri þjónustu og raun ber vitni.

Í París var um að ræða alþjóðlega ráðstefnu á vegum Cisco Systems þar sem fjallað var um rafræna þjónustu víða um heim. Sérstaka athygli vakti upplýsingabrunnaverkefni Seltjarnarnesbæjar sem áætlað er að ljúki um áramót. Þá þótti rafræn lausn á innritun nemenda athygliverð.

Í Trikala var ráðstefna um breiðbandssamfélög en þar vakti nálgun Seltjarnarness á samningum um lagningu ljósleiðara athygli og þótti bæði frumleg og framsækin.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?