Fara í efni

Um 300 leikskólakennarar heimsóttu leikskólana á Seltjarnarnesi

Um 300 leikskólakennarar frá nágrannasveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Álftanesi og Kópavogi sóttu Seltjarnarnesið heim í árlegri menningarferð í októbermánuði.

Um 300 leikskólakennarar frá nágrannasveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Álftanesi og Kópavogi sóttu Seltjarnarnesið heim í árlegri menningarferð í októbermánuði.

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri tók á móti hópnum á Bókasafni Seltjarnarness, þaðan fóru leikskólakennararnir á leikskólana Sólbrekku og Mánabrekku. Þar voru allar deildir leikskólana skoðaðar og fengu gestirnir kynningu á starfsemi og stefnu. Var góður rómur gerður að verkefnum barnanna og aðbúnaði öllum og höfðu gestirnir á orði að mikill metnaður væri lagður í skólamál hjá Seltjarnarnesbæ.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?