Vefur Seltjarnarnesbæjar er nú í fyrsta skipti í jólabúningi með aðstoð nemenda úr 4. og 5. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness.
Vefur Seltjarnarnesbæjar er nú í fyrsta skipti í jólabúningi með aðstoð nemenda úr 4. og 5. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness.
Vefurinn er nú með rauðum borða í stað svarts borða og birtir tölvunnar myndir sem nemendur hafa unnið að í jólaundirbúningi í Grunnskólanum. Í tilefni aðventunnar verður ein jólasmákökuuppskrift birt daglega á vefnum, alla virka daga fram að jólum. Uppskriftirnar munu birtast undir flipanum bæjarlíf.
Nú geta bæjarbúar fylgst spenntir með uppskriftum og safnað í uppskriftabækurnar, eða bara bakað beint af skjánum.
Þá er minnt á viðburðardagatal bæjarins á vefsíðunni og er öllum frjálst að skrá þar inn viðburði.