Fara í efni

Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs fyrir árið 2010

Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs (FMÞ) hefur verið gefin út á vef bæjarins. Áætlunin hefur verið unnin af stjórnendum stofnana sviðsins undir ritstjórn Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúa. Áætlunin hefur verið kynnt á fundum skólanefndar og menningarnefndar og lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn.

 

Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs (FMÞ) hefur verið gefin út á vef bæjarins. Áætlunin hefur verið unnin af stjórnendum stofnana sviðsins undir ritstjórn Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúa. Áætlunin hefur verið kynnt á fundum skólanefndar og menningarnefndar og lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn.

Í menningarmálum má helst nefna að árleg Jónsmessugöngu verður farin í sumar og hið ríkulega starf sem Bókasafn Seltjarnarness hefur staðið fyrir á undanförnum misserum með leshring, prjónakaffi og tónleikum síðdegis.

Tónlistarskóli Seltjarnarness heldur áfram sínu hefðbundna og gróskumikla starfi þar sem léttsveitir og lúðrasveitir fara á kostum undir dyggri stjórn Gylfa Gunnarssonar og Kára Húnfjörð Einarssonar.

Grunnskóli Seltjarnarness hefur lagt mikið í að styrkja innra starf skólans og þann mannauð sem skólann ber. Sótti skólastjórinn Guðlaug Sturlaugsdóttir um styrk til starfsmenntasjóðs Sambands íslenskra sveitarfélaga til handleiðslu fyrir kennara en verkefnið kallast „Klæðskerasaumuð símenntun“ og hlaut hæsta einstaka styrkinn. Áfram verður haldið með samstarfsverkefni í Comenius, þróun kennsluáætlana í öllum árgöngum og innleiðingu uppbyggingarstefnunnar.

Leikskólarnir Mánabrekka og Sólbrekka ganga nú í gegnum sameiningarferli þetta misserið og hefur verið auglýst eftir leikskólastjóra til að stýra nýjum sameinuðum Leikskóla Seltjarnarness sem opnar formlega 1. júlí nk.

Lækningaminjasafn Íslands tekur þátt í margvíslegum verkefnum á landsvísu ekki síst til að byggja upp sambönd og safnkost þegar safnið opnar í nýju safnhúsi. Nesstofa verður opin í sumar líkt og síðastliðið sumar og tókst það sérstaklega vel með aðstoð ungmenna sem störfuðu hjá Vinnuskóla Seltjarnarness.

Fræðasetrið í Gróttu er opið eins og áður og til leigu fyrir þá sem þess óska. Þá verður fjölskyldudagur Gróttu haldinn hátíðlegur laugardaginn 17. apríl nk.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?