Fara í efni

Eldri herrar á Seltjarnarnesi koma saman

Eldri karlar á Seltjarnarnesi funduðu nýverið í Seltjarnarneskirkju. Á fundinum kom fram áhugi fyrir að efla félagslíf meðal eldri manna.

Eldri karlar á Seltjarnarnesi funduðu nýverið í Seltjarnarneskirkju. Á fundinum kom fram áhugi fyrir að efla félagslíf meðal eldri manna.

Ákveðið var að hittast í safnaðarheimili kirkjunnar milli kl. 14 og 16 þriðjudaga og fimmtudaga. Geta menn fengið sér kaffibolla, rætt málin saman og skiptst á að segja frá einhverju sem þeir hafa reynt og deilt með öðrum. Ætla þeir að hittast í fyrsta skipti 6. apríl n.k. kl. 14.

Þá var ákveðið að stofna matarhóp og verið er að kanna hvort smíðahópur komi saman í smíðastofu Valhúsaskóla.

Nánari upplýsingar í síma 5611668 8963493 hjá Elísabet.

Eldri herrar á Seltjarnarnesi

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?