Nokkrir kátir krakkar af Sólbrekku komu í heimsókn til bæjarstjórans Ásgerðar Halldórsdóttur í dag.
Nokkrir kátir krakkar af Sólbrekku komu í heimsókn til bæjarstjórans Ásgerðar Halldórsdóttur í dag.
Þeim langaði til að sjá hvernig bæjarskrifstofurnar litu út og fengu einnig að fara út í framkvæmda- og þjónustumiðstöð að skoða stóru gröfuna og tækin sem þar eru að finna. Þá sungu þau fallegt vinalag fyrir bæjarstjórann.
Bæjarstjórinn gaf þeim blýanta enda eru krakkarnir að fara í 6 ára bekk í haust og eru margir hverjir þegar farnir að æfa sig að skrifa. Þá fengu þau einnig nokkra brjóstsykurmola í poka, sem þau ætla að geyma fram á nammidag.