Hin 20 ára gamla Dominiqua Alma Belánýi skaust heldur betur fram á sjónarsviðið á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg sem lauk á laugardaginn.
Hin 20 ára gamla Dominiqua Alma Belánýi skaust heldur betur fram á sjónarsviðið á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg sem lauk á laugardaginn. Þessi tvítuga fimleikakona úr Gróttu á Seltjarnarnesi var stjarna fimleikakeppninnar en hún vann til fernra gullverðlaun og hreppti ein bronsverðlaun. Dominiqua byrjaði að æfa fimleika sex ára gömul og er því búin að æfa fimleika í um 14 ár. Hún er fædd í Vestmannaeyjum en foreldrar hennar eru bæði frá Ungverjalandi. Faðir hennar er Zoltan Belányi sem margir handboltaáhugamenn kannast við en þessi fyrrum landsliðsmaður Ungverja kom til landsins fyrir tæpum 25 árum síðan og gekk til liðs við ÍBV. Foreldrar hennar voru báðir atvinnumenn í handbolta.
Nánar er hægt að forvitnast um þessa fræknu afrekskonu í Morgunblaðinu í dag.