Fara í efni

Fornbílaklúbburinn heimsækir Seltjarnarnes miðvikudagskvöldið 29. maí

Fornbílaklúbbur Íslands er búinn að skipuleggja ökuför um Seltjarnarnes miðvikudagskvöldið 29. maí og eru áhugasamir hvattir til að láta glæsireiðina ekki fram hjá sér fara. 
Fornbíll

Fornbílaklúbbur Íslands er búinn að skipuleggja ökuför um Seltjarnarnes miðvikudagskvöldið 29. maí og eru áhugasamir hvattir til að láta glæsireiðina ekki fram hjá sér fara. 


Leiðangurinn leggur af stað frá Hótel Sögu kl. 20:30, ekur eftir Ægissíðunni, áfram Nesveg, inn á Suðurströnd og þaðan inn á Lindarbraut. Frá Lindarbrautinni er ekið vestur eftir Norðurströndinni að Gróttu þar sem flotinn gerir stutt stopp á för sinni og býður fólki að skoða gripina. 

Hersingin ekur síðan til baka eftir Norðurströndinni, út á Eiðisgranda, inn á Ánanaust og þaðan inn á Mýrargötu. Förinni er síðan heitið austur eftir og endar á Amokka Borgartúni 21a.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?