Gagnger endurskoðun á göngu- og hjólreiðastígum á Seltjarnarnesi stendur nú yfir hjá bænum. Starfshópur, sem hefur þessi mál til athugunar, undir forystu Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra hyggst skila niðurstöðum í september á þessu ári.
Gagnger endurskoðun á göngu- og hjólreiðastígum á Seltjarnarnesi stendur nú yfir hjá bænum. Starfshópur, sem hefur þessi mál til athugunar, undir forystu Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra hyggst skila niðurstöðum í september á þessu ári.
Hlutverk hópsins er að skoða grunnnet hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu og kort af göngu- og hjólastígum höfuðborgarsvæðisins, sem sveitarfélögin hafa látið vinna og uppfært reglulega. Starfshópurinn hyggst skoða tengingar við Reykjavík og leggja til drög að hjólreiðaáætlun sem ætlað er að skapa umhverfi sem hvetur til göngu- hjólreiða.
Fyrir liggur að sums staðar þarf að breikka eða endurnýja göngu- og hjólastíga með umferðaröryggi að leiðarljósi og einnig til að hvetja til aukinnar hreyfingar. Starfshópurinn mun hafa til hliðsjónar grunnnet almenningssamgangna og hjólreiðastíga, sem gefin var út í mars 2011.