Fara í efni

17. júní í Bakkagarði - Fjáröflunartækifæri

Sú skemmtilega nýbreytni verður á 17. júní hátíðarhöldunum á Seltjarnarnesi í ár að þau verða í fyrsta sinn um langt skeið haldin undir berum himni, eða í Bakkagarði við Suðurströnd
Sú skemmtilega nýbreytni verður á 17. júní hátíðarhöldunum á Seltjarnarnesi í ár að þau verða í fyrsta sinn um langt skeið haldin undir berum himni, eða í Bakkagarði við Suðurströnd. 

Dagskráin verður lengd og skrúðgangan færð til, en hún leggur upp frá Mýrarhúsaskóla að þessu sinni. Fyrir utan fjölbreytta skemmtidagskrá á sviði verður boðið upp á ýmsa leiki og skemmtun í garðinum. Það er menningarsvið Seltjarnarnessbæjar sem stendur að hátíðinni og kallar það eftir hugmyndum og tilboðum frá félaga- íþrótta- og sjálfboðasamtökum á Seltjarnarnesi um sölu á veitingum og varningi á svæðinu til ólíkrar fjáröflunar. Einstaklingar eru einnig hvattir til að senda inn hugmyndir en fjáröflunarstarfsemi félagasamtaka nýtur forgangs við úthlutun á aðstöðu. 

Fyrirhugað er að setja upp 2-4 sölutjöld og rafmagn verður aðgengilegt á staðnum. Áhugasamir eru hvattir til að senda inn hugmyndir þar sem tilgreint er hvaða hagsmunasamtök standa að sölunni og hvað verður í boði fyrir 5. júní. Helst er litið til þess að boðið verði upp á hefðbundnar útihátíðaveitingar, svo sem pylsur, kalda drykki, vöfflur, kaffi og svo framvegis. 

Nánari upplýsingar veitir Soffía Karlsdóttir sími: 595-9100 / netfang: soffia@seltjarnarnes.is.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?