Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, undirrituðu í gær tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára.
Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, undirrituðu í gær tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður í Ráðherrabústaðnum af forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og bæjarstjórum sveitarfélaganna.
„Með þessu tímamótasamkomulagi verður uppbyggingu í samgöngumálum hraðað til muna í samstarfi við ríkið. Umferðaröryggi íbúanna mun aukast með bættum umferðarmannvirkjum og almenningssamgöngur stórbættar. Umferðartafir munu minnka og gæðatími fjölskyldunnar eykst, sem mun hafa jákvæð áhrif á lífsgæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu.“ er haft eftir Ásgerði Halldórsdóttur bæjarstjóra Seltjarnarness.
Hægt er að lesa allt um sáttmálann, fyrirkomulag og fyrirætlanir í meðfylgjandi gögnum sem og er að finna ítarlegt yfirlit á vef Stjórnarráðsins.