Fara í efni

Opinn íbúafundur um nýjan samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu

Íbúafundur í Félagsheimili Seltjarnarness, fimmtudaginn 17. október kl. 20:00 - 21:00.

Seltirningar eru boðnir velkomnir á íbúafund þann 17. október kl. 20 til að fá nánari upplýsingar og eiga samtal um tímamótasamkomulag sem undirritað var nýverið um uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri setur fundinn.
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnir samgöngusáttmála milli ríkis og sveitarfélags á höfuðborgarsvæðinu til næstu 15 ára.
  • Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdarstjóri SSH og Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri SSH, fara yfir staðreyndir og tölur.
  • Opnað fyrir fyrirspurnir og umræður.


Allir hjartanlega velkomnir á íbúafundinn í Félagsheimili Seltjarnarness,

Bæjarstjórn Seltjarnarness


Undirritun samgöngusáttmála

Ljósmynd frá undirritun samkomulagsins í lok september


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?