Fara í efni

Velkomin(n) á setningu Menningarhátíðar Seltjarnarness 2019 fimmtudaginn 31. okt kl. 17.00 á bókasafninu.

Hjartanlega velkomin(n) á opnunarhátíð og setningu menningarhátíðar 2019 á Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 31. október kl. 17.00. Hátíðarávarp, sýningaropnanir og tónlistaratriði.

Boðskort á setningu Menningarhátíðar 2019

Hjartanlega velkomin(n) á opnunarhátíð og setningu Menningarhátíðar 2019 á Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 31. október kl. 17.00

Hátíðarávarp, sýningaropnanir og tónlistaratriði:

  • Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar setur hátíðina
  • Lilja Hrund Stefánsdóttir leikur Álfadans Op. 12 No.4 eftir Edvard Grieg
  • NÝ SÝN – Málverk og grafík, sýningaropnun í Gallerí Gróttu, Kristín Pálmadóttir myndlistarkona á Seltjarnarnesi sýnir verk sín.
  • Útskornir leiðtogar, Seltirningurinn Gunnlaugur A. Jónsson sýnir valdar styttur úr safni sínu af heimsþekktum persónum og þekktum Íslendingum.
  • Ferill Þórarins Eldjárns, örsýning með framsetningu rita og annars efnis tengt Þórarni sem er jafnframt heiðursrithöfundur menningarhátíðar. Sérstök dagskrá honum til heiðurs verður í Félagsheimilinu sunnudaginn 3. nóvember kl. 15-17.
  •  Listamenn leikskólans, opnun myndlistarsýningar leikskólabarna sem tileinkuð er jörðinni, eldfjöllum, norðurljósum, fjöllum og sjó.
  • Hljómsveitin Konfekt leikur nokkur lög. Seltirningarnir Anna Þorgeirsdóttir, Eva Kolbrún Kolbeins, Stefanía Helga Sigurðardóttir og Þóra Birgit Bernódusdóttir skipa hljómsveitina Konfekt sem hefur gert það gott á árinu.
  • Allir velkomnir og veitingar í boði!

Allar upplýsingar um dagskrá menningarhátíðar í heild sinni er að finna á fésbókarsíðu Seltjarnarnesbæjar og á www.seltjarnarnes.is



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?