Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
27.03.2020

Aukin heimild til notkunar fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórna 

Bæjarstjórn hefur samþykkt samhljóða að heimilt sé að nota fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins skv. breytingum Alþingis á sveitarstjórnarlögum til að bregðast við neyðarástandi vegna Covid19

27.03.2020

Bæjarstjórn samþykkir tillögu SSH að fyrirkomulagi afslátta af þjónustugjöldum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í ljósi Covid-19.

Bæjarstjóra var falið að vinna að útfærslu samþykktarinnar og verður á næsta fundi bæjarráðs lagður fram viðauki vegna þeirra aðgerða sem gripið verður til. Aðgerðirnar verða formlega kynntar þegar að þær hafa verið staðfestar

25.03.2020

Skólaganga barna á tímum Covid19 faraldursins - English / Polish below

Vakin er athygli á meðfylgjandi bréfi frá sóttvarnalækni og landlækni til skólastjórnenda, kennara og foreldra er varðar skólagöngu barna á tímum COVID-19 faraldursins. Schooling of children during the COVID-19 pandemic. Edukacja szkolna w czasie epidemii COVID-19

24.03.2020

Óskað eftir starfsfólki í velferðarþjónustu á útkallslista

Leitað er til starfsfólks í velferðarþjónustu sem og annarra áhugasamra aðila til að mynda bakvarðasveit til tímabundinnar aðstoðar í velferðarþjónustu. Sjá nánar:
24.03.2020

Verkfalli Eflingar frestað - Skólahald í Grunnskóla Seltjarnarness hefst fimmtudaginn 26. mars skv. skipulagi vegna samkomubanns. School starts again on Thursday!

Skólahúsnæðið verður þrifið og sótthreinsað á morgun miðvikudag svo hægt verði að taka á móti börnum á fimmtudaginn. Skipulag er snýr að útfærslu vegna samkomubanns verður aftur sent til foreldra í dag.

23.03.2020

Sundlaugar, íþróttamiðstöðvar og söfn loka á miðnætti 23. mars vegna hertari reglna um samkomur. English below

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að takmarka samkomur enn frekar og því verður Sundlaug Seltjarnarness, Bókasafn Seltjarnarness og Íþróttamiðstöð Seltjarnarness lokuð samkvæmt tilmælum.

22.03.2020

Hertar reglur samkomubanns - takmörkun miðast við 20 manns og 2ja metra fjarlægðar mörk á milli manna.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar (20 manns) en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Sjá nánar: 

20.03.2020

Samkomubann og börn - leiðbeiningar frá embætti landlæknis

Almannavarnanefnd og embætti landlæknis hafa gefið út ítarlegri leiðbeiningar er snúa að börnum og samkomubanni. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis: 
19.03.2020

Aukin heimild til notkunar fjarfundabúnaðar á fundum sveitarfélaga

Alþingi samþykkti í gær, 17. mars, lög sem heimila ráðherra sveitarstjórnarmálað gefa út ákvörðun um tiltekin frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tilefnið er COVID-19 faraldurinn.
19.03.2020

Áframhaldandi verkfall - enginn skóli  / On going strike - no school

Því miður stendur verkfall félagsmanna Eflingar enn yfir og því verður ekkert skóla- og frístundastarf á morgun föstudaginn 20. mars. English: There is still a strike going on so there will be no school tomorrow
18.03.2020

Ennþá engin kennsla í Grunnskóla Seltjarnarness vegna verkfalls Eflingar. No school tomorrow due to the strike (Efling).

Verkfall Eflingar og sveitarfélaganna er óleyst og því verður engin kennsla á morgun fimmtudaginn 19. mars. 
Still strike (Efliing) so there will be no school Thursday March 19th.
17.03.2020

Breytt fyrirkomulag þjónustu Seltjarnarnesbæjar t.a.m. bæjarskrifstofu og félagsþjónustu

Í ljósi samkomubanns og neyðarstigs almannavarna vegna COVID-19 veirunnar er aukin áhersla á samskipti og þjónustu í gegnum síma og með tölvupósti. Húsnæði bæjarskrifstofu og félagsþjónustu verður lokað fyrir utanaðkomandi nema í sérstökum tilvikum. Sjá nánar:

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?