Fara í efni

COVID-19: Fjöldamörk úr 200 í 500 og fleiri tilslakanir frá og með mánudeginum 15. júní

Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum sem gildir frá mánudeginum 15. júní til 5. júlí nk. Fjöldatakmörkun fer í 500 manns og engar takmarkanir á fjölda gesta í sundlaugar og líkamsræktarstöðvar.

Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út næstu auglýsingu sem gildir frá mánudeginum 15. júní, sjá hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/11/Fjoldamork-a-samkomum-ur-200-i-500-manns-15.-juni/

Helstu breytingar eru:

  • Fjöldatakmörkun fer upp í 500 einstaklinga
  • Engar takmarkanir eru á fjölda gesta í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum.


Hvatt er til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er, eins og nánar er fjallað um í auglýsingunni. Auglýsingin er í fullu samræmi við tillögur sóttvarnalæknis: https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Minnisbla%C3%B0%20s%C3%B3ttvarnal%C3%A6knis%208.%20j%C3%BAn%C3%AD%20r%C3%ADkisstj%C3%B3rn.pdf





Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?