Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
21.04.2020

Skynsamleg notkun almennings á einnota hönskum og grímum.

Embætti landlæknis og Landspítali hafa gefið út upplýsingar / plaköt á íslensku, ensku og pólsku um skynsamlega notkun á einnota hönskum og grímum.

21.04.2020

Auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum sem gilda frá 4. maí 2020 vegna Covid-19.

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt nýja auglýsingu í Stjórnartíðindum sem lýsir þeim takmörkunum sem munu gilda frá 4. maí og fela í sér tilslakanir frá því samkomubanni sem gilt hefur frá 24. mars sl.  Sjá nánar: 
16.04.2020

Samantekt neyðarstjórnar á aðgerðum og þjónustu Seltjarnarnesbæjar vegna Covid-19

Frá því að fyrst þurfti að bregðast við aðstæðum vegna Covid-19 faraldursins hefur gríðarlega margt verið gert innan Seltjarnarnesbæjar til að tryggja órofna þjónustu, uppfylla tilmæli sóttvarnalæknis og miðla upplýsingum. Hér má sjá stutt yfirlit yfir það helsta.

16.04.2020

Fólk hvatt til að ná sér í smitrakningar appið: Rakning C-19

Almannavarnanefndin hvetur alla sem enn eiga eftir að ná sér í smitrakninga appið að gera það núna en það hefur þegar sannað gildi sitt. English: People are encouraged to download the tracing app Rakning C-19.
16.04.2020

Hópamyndun unglinga á leiksvæðum áhyggjuefni í tengslum við samkomubannið

Nauðsynlegt er að sporna gegn allri hópamyndun hvernig sem hún kann að myndast og eru foreldrar beðnir að halda fast í taumana og ítreka stöðugt reglurnar fyrir börnum sínum og ungmennum.

15.04.2020

Heildarorkukostnaður heimila vegna raforku og húshitunar er hvergi lægri en á Seltjarnarnesi

Áhugaverð samantekt Morgunblaðsins á kostnaði við rafmagnsnotkun og húshitun leiðir í ljós að heildarorkukostnaður heimila á Seltjarnarnesi er langlægstur í samanburði hvort sem er m.v. þéttbýli eða dreifbýli.

14.04.2020

Dregið úr takmörkunum á samkomum og skólahaldi þann 4. maí nk.

Í tilslökununum felst m.a. að opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns og heimilt verður að hefja á ný ýmsa þjónustu.
11.04.2020

Varað við mögulegum öflugum jarðskjálfta á Reykjanesi - Announcement about a possible earthquake see below

Samkvæmt veðurstofunni eru líkur á jarðskjálfta um eða yfir 6 á stærð sem getur haft áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að huga að lausum munum.
06.04.2020

Almannavarnir, Rauði krossinn og Landsbjörg biðla til fólks að ferðast innanhúss um páskana

Virðum tilmælin og ferðumst innanhúss fremur en að fara í sumarbústaði eða í önnur ferðalög til að koma í veg fyrir slys og aukið álag á heilbrigðiskerfið og viðbragðsaðila.
03.04.2020

Samkomubann framlengt til 4. maí til að hefta útbreiðslu Covid-19

Samkvæmt tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu hefur núverandi samkomubanni verið framlengt.   https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/03/Samkomubann-framlengt-til-ad-hefta-utbreidslu-Covid-19/

 

31.03.2020

Frestun fasteignagjalda á íbúða- og atvinnuhúsnæði, lækkun ýmissa skólatengdra gjalda o.fl. ákveðið á fundi bæjarráðs í dag

Sveitarfélögin í Kraganum lögðu fram sameiginlega tillögu sem samþykkt var í bæjarráði Seltjarnarness í dag ásamt tillögu að aðgerðaráætlun varðandi fyrstu viðbragða Seltjarnarnesbæjar vegna efnahagsáhrifa Covid-19.

30.03.2020

Sektir fyrir brot gegn sóttvarnalögum vegna Covid-19

Um leið og fólk er eindregið hvatt til að virða sóttvarnaráðstafanir er vakin er athygli á sektarheimildum lögreglu vegna brota á sóttvarnalögum og reglum settum samkvæmt þeim. 
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?