Fara í efni

Forsetakosningar 27. júní 2020 - upplýsingar um kjörskrá, kosningu og kjörfund á Seltjarnarnes

Kjörskrá Seltjarnarnesbæjar mun liggja frammi, almenningi til sýnis frá 16. júní á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2 á opnunartíma. Kjörfundur á Seltjarnarnesi þann 27. júní er frá kl. 9.00 til 22.00 í Valhúsaskóla.
Forsetakosningar 27. júní 2020

Kjörfundur á Seltjarnarnesi er frá kl. 09.00 til kl. 22.00 í Valhúsaskóla við Skólabraut

  • Kjörskrá Seltjarnarnesbæjar liggur frammi, almenningi til sýnis frá 16. júní, á bæjarskrifstofum Seltjarnarness Austurströnd 2, í þjónustuveri á 1. hæð, á opnunartíma skrifstofunnar.
  • Kosning utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum og á höfuðborgarsvæðinu fer hún í fyrstu eingöngu fram á 1. hæð í Smáralind, frá 25. maí til og með 14. júní nk. og er opið alla daga frá kl. 10.00-19.00.
  • Frá og með 15. júní til og með 26. júní nk. fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgasvæðinu, þ.e. á 1. hæð í Smáralind, á 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli. Þar verður opið alla daga milli kl. 10.00 og 22.00. Þó verður lokað miðvikudaginn 17. júní.
  • Á kjördag, laugardaginn 27. júní verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli kl. 10.00 og 17.00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.
  • Kjörfundur á Seltjarnarnesi þann 27. júní 2020, er í Valhúsaskóla við Skólabraut og hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00.
  • Kosið er í þremur kjördeildum, eins og verið hefur í undanförnum kosningum. 
  • www.kosning.is – Kosningavefur innanríkisráðuneytisins er með ýmsar upplýsingar um kosningarnar t.d. uppflettingu á vefnum „hvar á ég að kjósa?“
  • Munið eftir persónuskilríkjum
  • Aðsetur kjörstjórnar Seltjarnarnesbæjar á kjördag er í Valhúsaskóla.
F.h. kjörstjórnar
Davíð B. Gíslason, formaður

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?