Fara í efni

Nýr forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Selsins

Jóna Rán Pétursdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Selsins en hún býr yfir víðtækri reynslu af starfi með börnum og ungmennum og var valin úr hópi tíu umsækjenda.

Jóna Rán Pétursdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar Selsins frá og með 1. ágúst næstkomandi. Jóna Rán, sem valin var úr hópi tíu umsækjenda, býr yfir víðtækri reynslu af starfi með börnum og ungmennum. Hún er vel kunnug starfsemi Selsins, þar sem hún hefur starfað sem verkefnastjóri í Frístundamiðstöð Seltjarnarness frá árinu 2018 og komið að Skjóli/Frístund og Selinu á þeim tíma. Jóna Rán hefur auk þess haft yfirumsjón sumarnámskeiðum á vegum Seltjarnarnesbæjar, en áður hefur hún sinnt ýmsum störfum með börnum og unglingum á vegum Hafnarfjarðarbæjar.

Jóna Rán er menntaður félagsfræðingur, en hún hefur einnig lokið M.Sc. í mannauðsstjórnun og diplóma í opinberri stjórnsýslu.

Seltjarnarnesbær býður Jónu Rán velkomna til starfa.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?