Fara í efni

Álestur hitaveitumæla í gangi þessa dagana

Auðkenndir sumarstarfsmenn á vegum Seltjarnarnesbæjar munu ganga í hús í dag og næstu virku daga til að lesa af hitaveitumælum hjá þeim sem ekki hafa skilað inn álestri það sem af er ári. 

Vakin er athygli á því að í dag og næstu virku daga munu sumarstarfsmenn á vegum Seltjarnarnesbæjar ganga í hús til þess að lesa af hitaveitumælum. Starfsmennirnir eru auðkenndir og munu aðeins ganga í þau hús þar sem álestur hefur ekki borist það sem af er ári.

Verði húsráðendur ekki heima þegar starfsmennirnir banka upp á munu þeir skilja eftir miða þar sem húsráðendum er bent á að taka mynd af mælunum og skila inn álestri. Hægt er að skila upplýsingunum á þrennskonar vegu:


  • Á heimasíðunni seltjarnarnes.is er hægt að skrá álestur undir „mínar síður“. 
  • Velkomið að hringja í þjónustuver í síma 595-9100 og tilkynna álestur.
  • Hægt að senda tölvupóst á hitaveita@seltjarnarnes.is

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?