Nýverið var lokið við endurnýjun á ljósamöstrunum á gervigrasvellinum við Suðurströnd sem komin voru vel til ára sinna.
Nýverið var lokið við að endurnýja flóðlýsingu á gervigrasvellinum við Suðurströnd. Endurnýjunin var framkvæmd samkvæmt staðlinum ÍST-EN-12193:2018i um lýsingu á fótboltavelli utanhúss. Núverandi ljósamöstur voru komin til ára sinna og mikil tæring á búnaðinum vegna veðurs eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Útskipting gekk vel og ný vallarlýsing tilbúin fyrir næsta keppnistímabil. VSÓ ráðgjöf og Metratron sáu um þetta verkefni fyrir Seltjarnarnesbæ.