14.12.2021
Umsóknarfrestur vegna tómstundastyrkja 2021 rennur út 31. desember 2021.
Umsóknir eru rafrænar og fara fram í gegnum Mínar síður.
08.12.2021
Fyrsta skóflustungan tekin í dag að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Kirkjubraut á Seltjarnarnesi
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Bjarni Torfi Álfþórsson formaður fjölskyldunefndar og Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags tóku fyrstu skóflustunguna en um er að ræða búsetukjarna með sex íbúðum.
07.12.2021
COVID-19: Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir næstu tvær vikur
Sóttvarnaráðstafanirnar fela m.a. í sér 50 manna almenna fjöldatakmörkun, grímuskyldu og 1 metra fjarlægðarmörk. Reglugerðin gildir til 22. desember nk. Sjá nánar:
06.12.2021
Desemberdagatal SAMAN hópsins - hvatning til foreldra að njóta góðra samvista með börnum sínum í jólamánuðinum
Jóladagatalið má nálgast hér: Desemberdagatal SAMAN-hópsins
25.11.2021
Djúpslökun í desember (yoga nidra) í samstarfi við Evu Maríu Jónsdóttur
Seltjarnarnesbær, heilsueflandi samfélag í samstarfi við Evu Maríu býður upp á slökunarjóga í Lyfjafræðisafninu á miðvikudögum.
12.11.2021
COVID-19: Hertar aðgerðir, 50 manna fjöldatakmarkanir – stórátak í örvunarbólusetningum
Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns en með notkun hraðprófa verður heimilt að efna til viðburða með að hámarki 500 manns í sóttvarnahólfi. Aðgerðirnar gilda til og með 8. desember nk.
10.11.2021
Covid19 - Hertar samkomutakmarkanir hafa tekið gildi í dag 10. nóvember.
Fjöldatakmörkun miðast við 500 manns og grímuskylda þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nálægðarreglu. Sjá nánar:
04.11.2021
Landsátakið Syndum stendur yfir frá 1. - 28. nóvember
Seltirningar eru hvattir til að taka þátt í þessu heilsu- og hvatningarátaki sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til að hreyfa sig með því að synda saman hringinn í kringum Ísland. Sjá nánar:
04.11.2021
Uppbygging aðstöðu á Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins
Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir um 5,2 milljarða kr. fjárfestingu í innviðum vegna skíðaiðkunar til ársins 2026.
02.11.2021
Starfsemi nýja ungbarnaleikskólans í Gamla Mýrarhúsaskóla gengur vel
Leikskólinn opnaði þann 1. október sl. fyrir börn á öðru aldursári til tveggja ára. Aðlögun fyrstu barnanna hefur gengið afar vel og þau njóta sín bæði innan- sem utandyra enda öll aðstaða sniðin að þeirra þörfum.