Fara í efni

Viðgerð á leka við Kirkjubraut/Bakkagarð

Stefnt er að því að taka heita vatnið af á þriðjudaginn hjá þeim íbúum á þessu svæði sem eru tengdir við lögnina.

Hitaveita Seltjarnarness tilkynnir viðgerð á leka efst í Bakkagarði, viðgerð hefur tafist vegna sumarleyfa en eftir helgina verður farið í að laga lekann á göngustígnum ofarlega í Bakkagarði en þar hefur lekið undanfarna dag. 

Viðgerð hefst í næstu viku, þar sem endurnýjað verður stór hluti af gamalli lögn, viðgerðin mun taka einhvern tíma. Stefnt er að því að taka heita vatnið af á þriðjudaginn hjá þeim íbúum á þessu svæði sem eru tengdir við lögnina. Skilaboð verða send í SMS þegar nær dregur til upplýsinga. Þessi viðgerð hefur áhrif á íbúa á þessu svæði og beðist er velvirðingar á þessum óþægindum. 

Starfsmenn Hitaveitu Seltjarnarness

  Viðgerð á leka við Kirkjubraut/Bakkagarð










Viðgerð á leka við Kirkjubraut/Bakkagarð


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?