Fara í efni

Leikskólinn Sólbrekka lokaður til 17. ágúst vegna Covid-19 smits

Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnayfirvalda hafa öll börn á deildinni Bakka og allt starfsfólk Sólbrekku verið send í sóttkví. Allar aðrar deildir (Ás, Eiði, Bjarg og Grund) eru því lokaðar en börn á þeim deildum eru ekki í sóttkví.

Því miður greindist einn starfsmaður á Bakka í Sólbrekku smitaður af Covid-19 í gærkvöldi. Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda og smitrakningarteymi almannavarna eru öll börn deildarinnar komin í sóttkví sem og allir starfsmenn Sólbrekku en um sameiginlega snertifleti var að ræða. Leikskólinn Sólbrekka (allar deildir) er því lokaður til 17. ágúst eins og staðan er núna.

Börn annarra deilda á Sólbrekku þ.e. á Ási, Eiði, Bjargi og Grund voru ekki á deild með smituðum einstaklingi og þurfa því ekki að fara í sóttkví samkvæmt staðfestingu frá smitrakningarteyminu. Þeim börnum er því heimilt að vera á ferðinni, heimsækja ömmu og afa, fara í sund eða hvað eina.

Nánar um sóttkví: https://www.covid.is/flokkar/sottkvi

Stjórnendur leikskólans halda foreldrum upplýstum eftir því sem þörf krefur.

Bestu kveðjur eru sendar til allra þeirra sem eru í sóttkví sem og til starfsmannsins í einangrun með von að öllum farnist vel.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?