
02.01.2023
Tímabundin lokun á köldu vatni í Bollagörðum kl. 13 í dag 2. janúar
Vegna viðgerða verður lokað fyrir kalda vatnið í stutta stund mánudaginn 2. janúar frá kl. 13. Lokunin nær til allra húsa í Bollagörðum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Vatnsveita Seltjarnarness.

01.01.2023
Gleðilegt nýtt ár 2023
Seltjarnarnesbær óskar íbúum, starfsfólki og landsmönnum öllum farsældar og gæfu á nýju ári og þakkar ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem var að líða.

30.12.2022
Áramótabrenna á Valhúsahæð kl. 20:30
Seltjarnarnesbær stendur fyrir brennu á gamlárskvöld með fyrirvara um að veður verði í lagi. Sjáumst tímanlega og kveðjum gamla árið vel útbúin og í hátíðarskapi á Valhúsahæð.

30.12.2022
Sund um áramótahelgina
Sundlaug Seltjarnarness verður opin frá kl. 8:00-12:30 á gamlársdag en lokað verður á nýársdag. Hefðbundin opnunartími þann 2. janúar nk.

27.12.2022
Tafir á sorphirðu vegna ófærðar
Íbúar eru hvattir til að moka frá sorptunnum sínum og tryggja gott aðgengi að þeim svo hægt verði að losa þær.

23.12.2022
Sorphirða um hátíðarnar
Á heimasíðunni undir "sorphirða" má sjá hvenær losun sorps er áætluð á milli jóla og nýárs á Seltjarnarnesi

20.12.2022
Tíminn og snjórinn - glænýtt jólalag
Nokkrir nemendur í 5. bekk í Mýrarhúsaskóla tóku sig til og sömdu og gáfu út fallegt jólalag sem verkefni í hringekju í skólanum.

19.12.2022
Jólaheimsókn á bæjarskrifstofuna
Nokkrir nemendur og kennarnar tónlistarskólans fóru á milli staða á Seltjarnarnesi og léku skemmtileg jólalög fyrir áheyrendur.

17.12.2022
Unnið af kappi að snjóruðningi
Í forgangi er að halda strætóleiðum opnum en ófærð á götum bæjarins er mikil. Starfmenn bæjarins hafa unnið sleitulaust frá 04.30 í nótt við að ryðja götur og gönguleiðir.

15.12.2022
Fjárhagsáætlun 2023 samþykkt. Grunnþjónusta í forgangi.
Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2023 var samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar við síðari umræðu miðvikudaginn 14. desember 2022.
Þriggja ára áætlun 2024-2026 var einnig samþykkt.

13.12.2022
Nýtt umdæmisráð og barnaverndarnefndir lagðar niður
Í gær, 12. desember, skrifuðu bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Kjósarhrepps og framkvæmdastjóri SSH undir samning um rekstur sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar sem tekur til starfa nú um áramót.