Fara í efni

Hreyfing 60+

Á Seltjarnarnesi geta eldri bæjarbúar stundað fjölbreytta hreyfingu og útivist hvort sem er í skipulögðu starfi eða á eigin vegum innan dyra eða úti í náttúrunni. 

 

Hér má skoða það helsta sem er í boði í skipulagðri heilsueflingu fyrir eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi:

Félagsstarf eldri bæjarbúa - hreyfing

Félagsstarf eldri bæjarbúa stendur fyrir ýmiss konar hreyfingu allt árið um kring sem öllum þeim sem vilja stendur til boða að taka þátt í. Smelltu til að skoða nákvæma dagskrá og tímasetningar félagsstarfsins sem getur tekið árstíðabundnum breytingum en meðal fastra liða eru:

  • Billiard í Selinu
  • Boccia í salnum á Skólabraut
  • Jóga og leikfimi í salnum á Skólabraut
  • Pútt og léttar æfingar á Nesvöllum (vetur) og Skólabraut (sumar)
  • Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness

Dagskrá félagsstarfsins

Frísk í Gróttu heilsuefling fyrir 65 ára og eldri 

Starfsemi Frísk í Gróttu fer fram í íþróttamiðstöðinni hjá Gróttu og snýst um hópþjálfun á morgnanna 2x í viku þar sem að þátttakendur fá tækifæri á því að stunda líkamsrækt í skemmtilegum félagsskap undir handleiðslu fagmenntaðra þjálfara. Um er að ræða markvissa og skipulagða þjálfun þar sem sem þjálfarar útbúa 6 vikna æfingaráætlanir sem þeir aðlaga eftir getu hvers og eins þátttakanda.

Á æfingum verður lögð áhersla á styrktar-, þol-, liðleika- og jafnvægisæfingar. Ekki síður verður lögð áhersla á andlega og félagslega heilsu og verður starfsemin í heild sinni unnin með það að leiðarljósi. Seltjarnarnesbær styrkir þessa heilsurækt fyrir eldri bæjarbúa með því að niðurgreiða þátttökugjaldið sjá nánar í frétt hér á heimasíðunni.

Varðandi nánari upplýsingar og skráningu má senda tölvupóst á grotta@frisktilframtidar.com sem og á FB síðu verkefnisins sem tilvalið er að fylgja.

Frísk í Gróttu FB síða

Nesklúbburinn - pútt og golf

Á föstudögum kl. 10.30 býður Nesklúbburinn eldri bæjarbúum upp á léttar líkamsæfingar í stól og pútt á eftir á Nesvöllum, Austurströnd 5 yfir vetrartímann. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku og alltaf heitt á könnunni.

Yfir sumartímann er ávallt hægt að fara út á golfvöll til að æfa sig að pútta, vippa og slá sem og auðvitað að spila golf á einstökum golfvelli á Nesinu. 

Nesklúbburinn

Sundlaug Seltjarnarness

Fátt er betra en að synda, demba sér í kalda pottinn, fara í gufu, slaka á og spjalla í heitu pottunum í Sundlaug Seltjarnarness.

  • Vatnsleikfimi 4x í viku
    • mánudaga og miðvikudaga kl. 18.30
    • þriðjudaga og fimmtudaga kl. 07.10.
  • Sundflot 1x i viku, nánari upplýsingar í sundlauginni.

Sundlaug Seltjarnarness

 

Ath! Við þiggjum með þökkum upplýsingar um fleiri hreyfiúrræði á Seltjarnarnesi fyrir eldri bæjarbúa sem við getum miðlað hér á síðunni. Senda má þær upplýsingar á postur@seltjarnarnes.is

Síðast uppfært 26. febrúar 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?