Fara í efni

Áramótabrenna á Valhúsahæð kl. 20:30

Seltjarnarnesbær stendur fyrir brennu á gamlárskvöld með fyrirvara um að veður verði í lagi. Sjáumst tímanlega og kveðjum gamla árið vel útbúin og í hátíðarskapi á Valhúsahæð.
Seltjarnarnesbær stendur fyrir áramótabrennu á Valhúsahæð á gamlárskvöld og verður kveikt í henni stundvíslega kl. 20:30. Athugið að brennan er auglýst með fyrirvara um að veður verði í lagi en fari vindur yfir 10 m/sek er óheimilt að halda brennu.
 
Seltjarnarneskirkja býður upp á heitt súkkulaði og tónlist frá kl. 20:00 - 22:30 og eru allir brennugestir sem og aðrir velkomnir að kíkja við í kirkjunni.
 
Vegna öryggis- og umhverfissjónarmiða verður ekki flugeldasýning við brennuna en Seltjarnarnesbær styrkir hins vegar Björgunarsveitina Ársæl um andvirði slíkrar sýningar. Brennugestir eru minntir á hlífðargleraugun og að óheimilt er að skjóta upp flugeldum og blysum við brennuna. Ennfremur er vakin athygli á því að fremur djúpur snjór er í nágrenni við brennustæðið á Valhúsahæð svo það er vissara að mæta vel útbúin(n).
 
Fari svo að aflýsa þurfi brennunni vegna veðurs verður það tilkynnt sérstaklega hér á heimasíðunni og á FB síðu bæjarins.
 
Sjáumst sem flest í hátíðarskapi á Valhúsahæð á gamlárskvöld

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?