28.01.2022
COVID-19: Umtalsverðar tilslakanir innanlandstakmarkana frá og með 29. janúar
Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns, nándarregla verður 1 metri. Heimilt verður að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Takmarkanir í skólum verða að mestu óbreyttar.
27.01.2022
Smitgát og smitrakning - gagnleg yfirlitsmynd
Almannavarnir hafa gefið út meðfylgjandi yfirlitsmynd vegna breytinga á smitrakningu, sóttkví og smitgát. Nánari upplýsingar er ennfremur að finna á covid.is
25.01.2022
Appelsínugul veðurviðvörun í dag þriðjudaginn 25. janúar.
ATHUGIÐ! Búið er að hækka viðbúnaðarstig almannavarna og gefa út appelsínugula veðurviðvörun frá kl. 12 og frameftir degi. Sjá hér https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk
25.01.2022
Covid-19: Áhrif breyttra reglna um sóttkví á skólastarf
Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingar á reglum um sóttkví og smitgát sem taka gildi frá og með miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 25. janúar. Frá og með miðnætti gilda eftirfarandi reglur um sóttkví og smitgát í tengslum við skólastarf:
25.01.2022
COVID-19: Slakað á reglum um sóttkví
Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát.Sjá nánar:
19.01.2022
Innritun barna fædd 2016 að hefjast í Grunnskóla Seltjarnarness
Innritun 6 ára barna (fædd árið 2016) sem eiga að hefja skólagöngu haustið 2022 í Grunnskóla Seltjarnarness fer fram á vefgátt bæjarins Mínar síður, dagana 24.-28. janúar næstkomandi.
19.01.2022
UPPTAKTURINN 2022 - Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna
Enn á ný er blásið til leik í Upptaktinum þar sem að öll börn á aldrinum 10-15 ára gefst kostur á að setja saman og senda inn tónsmíð óháð tónlistarstíl fyrir 21. febrúar nk. Sjá nánar:
19.01.2022
COVID-19: Krafa um sýnatöku í tengslum við smitgát afnumin og útivera í einangrun heimiluð
Einstaklingum sem sæta smitgát í kjölfar smitrakningar verður ekki lengur skylt að fara í hraðpróf við upphaf og lok smitgátar en þurfa að fara gætilega í 7 daga og í PCR próf ef einkenni koma fram. Einstaklingum í einangrun er jafnframt veitt takmörkuð heimild til útiveru.
17.01.2022
Álagning fasteignagjalda 2022
Álagningarseðlar fasteignagjalda 2022 eru nú aðgengilegir á rafrænu formi á Mínum síðum Seltjarnarnesbæjar og á island.is. Gjalddagar fasteignagjaldanna eru tíu talsins, 15. hvers mánaðar frá janúar – október.
17.01.2022
Nýju umferðarljósin á mótum Nesvegar og Suðurstrandar orðin virk
Vegagerðin og Seltjarnarnesbær hafa unnið saman að framkvæmdum vegna umferðarljósa við þessi fjölförnu gatnamót í því skyni að auka umferðaröryggi ekki síst fyrir gangandi hjólandi vegfarendur sem þvera gatnamótin.