Í forgangi er að halda strætóleiðum opnum en ófærð á götum bæjarins er mikil. Starfmenn bæjarins hafa unnið sleitulaust frá 04.30 í nótt við að ryðja götur og gönguleiðir.
Ofankoma og skafrenningur hefur ekki stoppað frá því í gærkvöldi og því mikið álag varðandi snjóruðning og að halda strætóleiðum opnum. Unnið verður áfram við að hreinsun en alls óljóst hvenær hægt verður að komast inn í öll hverfi. Bæjarbúar eru hvattir til að sýna umburðarlyndi og gæta sín í umferðinni.