
18.04.2025
Bæjarstjórnarfundur 23. apríl 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 1005. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 23. apríl 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.

10.04.2025
Jákvæður viðsnúningur á rekstri bæjarins
Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2024 sem var samþykktur á fundi bæjarstjórnar þann 9. apríl sýnir jákvæðan viðsnúning í rekstri bæjarins. Helstu ástæður eru aukið aðhald í rekstri og mótvægisaðgerðir.

10.04.2025
Stóri Plokkdagurinn 27. apríl 2025
Seltjarnarnesbær hvetur íbúa og alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í deginum og plokka hvort sem er í sínu nærumhverfi eða á vel völdum svæðum hér á Seltjarnarnesinu.

04.04.2025
Bæjarstjórnarfundur 9. apríl 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 1004. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 9. apríl 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.

02.04.2025
Lokað á bæjarskrifstofu vegna starfsdags
Fimmtudaginn 3. apríl verður þjónustuver og bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar lokuð vegna starfsdags. Finna má helstu símanúmer og netföng stofnana og starfsfólks hér á heimasíðunni auk þess sem senda má tölvupóst á postur@seltjarnarnes.is. Opið verður eins og venjulega föstudaginn 4. apríl.

02.04.2025
Góð stemning í glerinu
Það er alltaf nóg um að vera í félagsstarfi eldri bæjarbúa eins og sjá má á þessari skemmtilegu mynd sem tekin var í dag þegar að kíkt var óvænt inn á glernámskeiðið í Félagsheimilinu. Stemningin var aldeilis góð, spjallað og hlegið um leið og unnið var hörðum höndum að listaverkunum enda styttist í handverkssýninguna sem haldin verður í maí.