Fara í efni

Tíminn og snjórinn - glænýtt jólalag

Nokkrir nemendur í 5. bekk í Mýrarhúsaskóla tóku sig til og sömdu og gáfu út fallegt jólalag sem verkefni í hringekju í skólanum.
Tíminn og snjórinn - Þórey og Mýrókrakkar
Tíminn og snjórinn - Þórey og Mýrókrakkar

Þau réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur krakkarnir í 5. bekk þegar þau völdu að gera jólalag í hringekju hjá Hörpu Frímannsdóttur, kennaranum sínum. Krakkarnir byrjuðu að semja bæði lag og texta en góð samvinna heimilis og skóla varð til þess að boltinn fór heldur betur að rúlla þegar að Helgi Hrafn og Tina Dickow, foreldrar eins nemanda í hópnum aðstoðuðu krakkana við að leggja lokahönd á verkið. Lag og texti voru kláruð, það tekið upp í stúdíói sem og tekið upp myndband. Eins og sjá má er afraksturinn er einstaklega fallegt jólalag "Tíminn og snórinn - Þórey & Mýrókrakkar" en það var gefið var út Youtube í dag. Til hamingju krakkar!


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?