01.04.2022
Götusópun á Seltjarnarnesi hefst mánudaginn 4. apríl
Mánudaginn 4. apríl hefst götusópun á vegum Hreinsitækni. Seltjarnarnesi hefur verið skipt upp í fjögur hólf og verður eitt hólf tekið fyrir á hverjum degi (sjá kort). Íbúar eru beðnir um að fjarlægja bíla sína af götunum á meðan.
29.03.2022
Byrjað að móta fyrir nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Kirkjubrautinni
Það er góður gangur í framkvæmdum við nýjan búsetukjarna fyrir fatlað
fólk á Kirkjubrautinni en eins og myndirnar sýna þá er þegar byrjað að
móta fyrir húsinu sjálfu.
28.03.2022
Tímabundin lokun Suðurstrandar frá Nesbala að Bakkagranda fimmtudaginn 31. mars vegna kvikmyndatöku
Um er að ræða tímabundna hindrun umferðar vegna kvikmyndatöku á Suðurströnd við Bakkatjörn en umferð verður trufluð/stöðvuð í nokkur skipti á tökutímanum.
25.03.2022
Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022
Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness,
23.03.2022
Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2022
Búið er að opna fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ 2022 bæði fjölbreytt störf fyrir 18 ára og eldri en einnig fyrir ungmenni í vinnuskólann.
23.03.2022
Íbúaþing um skólamál á Seltjarnarnesi þann 2. apríl nk.
Seltjarnarnesbær býður til íbúaþings um endurskoðun menntastefnu bæjarins í Valhúsaskóla laugardaginn 2. apríl kl. 10:00 - 12:00. Skráning fer fram með tölvupósti á postur@seltjarnarnes.is
23.03.2022
Uppfært sorphirðudagatal 2022
Terra reyndist nauðsynlegt að uppfæra sorphirðudagtal aftur til að ná að koma öllu á rétt ról eftir áhrif veðursins undanfarið. Hér má sjá hvernig dagatal ársins 2022 lítur nú út.
07.03.2022
ÚTBOÐ - Malbiksyfirlögn Nesvegar
Seltjarnarnesbær óskar eftir tilboðum í malbiksyfirlögn á Nesveg á Seltjarnarnesi. Afhending útboðsgagna fer fram rafrænt www.utbodsgatt.is/seltjarnarnes/Nesvegur_2022 Verkinu öllu skal að fullu lokið 12. maí 2022.
04.03.2022
Sorphirðudagatal ársins 2022 hefur verið uppfært
Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á sorphirðu vegna ófærðarinnar að undanförnu hefur Terra uppfært dagatalið og áætlar að ná að vinna upp tafirnar fyrir lok mars. Sjá nánar:
02.03.2022
SALT OG SANDUR FYRIR ÍBÚA AÐ SÆKJA SÉR
Í hálkunni er gott að muna eftir gulu saltkistunum með skóflum ofan í sem eru víðsvegar um Seltjarnarnesið. Íbúum er frjálst að taka salt úr þeim til að dreifa í sínu nærumhverfi eða þar sem að viðkomandi þarf á að halda. Við þjónustumiðstöðina, Austurströnd 1 er einnig hægt að ná sér í sand.
25.02.2022
Appelsínugul viðvörun í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag 25. febrúar
Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi en veðrið verður hvað verst um það leiti. Sjá nánar: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk
23.02.2022
COVID-19: Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum tekur gildi föstudaginn 25. febrúar
Gerðar hafa verið breytingar varðandi pcr próf en jákvæð hraðgreiningarpróf á heilsugæslu munu nægja til staðfestingar á covid-19. Einangrun verður ekki lengur skylda en fólk með einkenni verður áfram hvatt til að dvelja í einangrun en einkennalausir / litlir fari eftir leiðbeiningum um smitgát.