Fara í efni

Jólaheimsókn á bæjarskrifstofuna

Nokkrir nemendur og kennarnar tónlistarskólans fóru á milli staða á Seltjarnarnesi og léku skemmtileg jólalög fyrir áheyrendur.
Jólalögin leikin
Jólalögin leikin

Það komust allir í hátíðarskap á bæjarskrifstofunni þegar þau Amelia, Barbara, Sólveig, Arney, Emil, Jónatan, Eyrún og Elía nemendur í tónlistarskólanum komu og léku sígild jólalög fyrir starfsmenn. Hópurinn var þá að koma beint frá Seltjörn hjúkrunarheimilinu þar sem að þau spiluðu og glöddu íbúana þar. Frá bæjarskrifstofunni lá leiðin á Skólabrautina til að spila jólalög á aðventustund félagsstarfs aldraðra sem þá var fullum gangi. Krakkarnir stóðu sig frábærlega í jólalögunum öllum til mikillar gleði. Áður en þau kvöddu prófuðu þau auðvitað bæjarstjórastólinn og duttu strax í bæjarstjóragírinn við tölvuna eins og sjá má. Takk fyrir komuna og tónlistina! 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?