
01.04.2025
Skólalóð Mýrarhúsaskóla iðar af lífi
Fyrsta áfanga í endurbótum á skólalóðinni lokið en búið er að bæta við mörkum á sparkvöllinn og setja upp þrjú trampólin með öruggu undirlagi.

28.03.2025
Bæjarstjórnarfundur 2. apríl 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 1003. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 2. apríl 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.

27.03.2025
Ungir tónlistarnemar gleðja leikskólabörn með tónleikum
Þriðjudaginn 25. mars, heimsóttu ungir nemendur Tónlistarskóla Seltjarnarness leikskólana Mánabrekku, Sólbrekku og Stjörnubrekku og deildu gleði tónlistarinnar. Börnin nutu skemmtilegra tónleika, hlustuðu af áhuga og sungu með af innlifun. Viðburðurinn skapaði yndislega stemningu og færði bæði tónlistarnemum og unga áhorfendum gleði.

24.03.2025
Laust starf aðstoðarleikskólastjóra Leikskóla Seltjarnarness
Leitað er að metnaðarfullum leiðtoga með víðtæka þekkingu og skýra framtíðarsýn á starfsemi leikskóla til að leiða nemendur, starfsfólk og foreldra í öflugu leikskólastarfi. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl nk.

21.03.2025
Bæjarstjórnarfundur 26. mars 2025 dagskrá
Boðað hefur verið til 1002. bæjarstjórnarfundar kl. 17:00 miðvikudaginn 26. mars 2025 í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2.

17.03.2025
Vinnuskólinn fyrir 14-17 ára. Opið fyrir umsóknir.
Ungmennum 14-17 ára (árg 2008-2011) stendur til boða starf í Vinnuskólanum sumarið 2025. Fyrirkomulagið og vinnutímabil er mismunandi eftir aldri.

17.03.2025
Sumarstörf fyrir 18 ára+ Opið fyrir umsóknir
Ungmennum 18 ára og eldri stendur til boða að sækja um fjölbreytt sumarstörf hjá hinum ýmsu stofnunum bæjarins s.s. á leikskólunum, í þjónustumiðstöðinni, á bæjarskrifstofunni, í félagsþjónustu og skapandi sumarstörf.

15.03.2025
Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2025
Ari Eldjárn uppistandari var í gær útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2025 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness.