Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fundað með bæjarstjóra um leiktæki á skólalóðina
13.10.2022

Fundað með bæjarstjóra um leiktæki á skólalóðina

Í byrjun september barst Þór Sigurgeirssyni bæjarstjóra fallegt og áhugavert bréf frá ungum Seltirningi, Katrínu Eyvinds nema í Mýrarhúsaskóla og funduðu þau í framhaldi.
MUNUM LEIÐINA - Vitundarvakning Alzheimersamtakanna
21.09.2022

MUNUM LEIÐINA - Vitundarvakning Alzheimersamtakanna

Fjólublár bekkur hefur verið settur niður á leit út í Gróttu í tengslum við vitundarvakningu Alzheimer samtakanna og hafa verið settir niður bekkir við sjávarsíðuna á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Sendinefnd frá Búlgaríu skoðar starfsemi Hitaveitu Seltjarnarness
21.09.2022

Sendinefnd frá Búlgaríu skoðar starfsemi Hitaveitu Seltjarnarness

20 manns frá 8 sveitarfélögum í Búlgaríu kynnti sér starfsemi Hitaveitu Seltjarnarness í tengslum við áætlun uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku.
07.09.2022

Dagskrá félagsstarfs eldri bæjarbúa fyrir september - desember 2022 er komin út

Kynning á Félagsstarfinu fór fram á Skólabrautinni þann 30. ágúst sl. og mættu yfir 100 manns í vöfflukaffi.
05.09.2022

Sundlaugin verður lokuð frá kl. 8.00 þriðjudaginn 6. september vegna lokunar á heitu vatni á öllu Seltjarnarnesi

Vegna bilunar í stofnæð verður lokað fyrir allt heitt vatn á Seltjarnarnesi frá kl. 8.00 og fram eftir degi á morgun. Sundlaugin opnar eins fljótt og kostur er eftir að vatnið kemst á aftur.
Bæjarhátíð Seltjarnarness 2022 og Fjölskyldudagur í Gróttu
24.08.2022

Bæjarhátíð Seltjarnarness 2022 og Fjölskyldudagur í Gróttu

Íbúar eru hvattir til að skreyta hús í sínum hverfislit og dagskrá bæjarhátíðarinnar er fjölskylduvæn og fjölbreytt m.a.Sjósund, Fjölskylduhátíð og hönnunarsýning í Gróttu, Bæjargrill, samsöngur og gleði á Vallarbrautarróló. BROT í Gallerí Gróttu, Speglaskúlptúr, BMX BRÓS, Græn uppskerumessa og Fjölskyldufjör í golfi, Sirkussýning í Bakkagarði. Sjá nánar:
Tafir á umferð vegna Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2022
19.08.2022

Tafir á umferð vegna Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2022

Einstefnuakstur verður frá kl. 8.00 og framundir hádegi á hlaupaleiðinni um Nesið (strætóleiðin) auk þess sem gera má ráð fyrir því að götur geti lokast alveg þegar að mesti fjöldinn fer framhjá.
09.08.2022

Lokun sundlaugar Seltjarnarness eftir hádegi í dag

Vegna lokunar á heita vatninu á Seltjarnarnesi frá kl. 13 í dag 9. ágúst verður sundlauginn lokuð frá 12.30. Hún opnar eins fljótt og unnt er að viðgerð lokinni.

Umhverfisviðurkenningar 2022 - leitað er eftir tilnefningum
27.07.2022

Umhverfisviðurkenningar 2022 - leitað er eftir tilnefningum

Umhverfisnefnd Seltjarnarness óskar eftir tilnefningu til umhverfisviðurkenninga fyrir sumarið 2022. Frestur til að senda inn ábendingar er til 1. ágúst nk.
Næturstrætó snýr aftur um helgina
06.07.2022

Næturstrætó snýr aftur um helgina

7 næturleiðir aka úr miðbænum og út í hverfin á aðfaranóttum laugardags og sunnudags. Leið 107 mun aka á Seltjarnarnes frá Hlemmi kl. 01:20, 02:00, 02:40 og 03:20. Leiðin ekur niður Hverfisgötu, fram hjá Ráðhúsinu, um Suðurgötu, Hjarðarhaga, Ægissíðu, Nesveg, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd og Eiðisgranda.
17. júní hátíðarhöld á Seltjarnarnesi
13.06.2022

17. júní hátíðarhöld á Seltjarnarnesi

Það verður mikið um að vera og fjölbreytt dagskrá á Seltjarnarnesi á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og frítt verður í alla skemmtun og leiktæki.
Fyrsti bæjarstjórnarfundur nýkjörinnar bæjarstjórnar 2022-2026
09.06.2022

Fyrsti bæjarstjórnarfundur nýkjörinnar bæjarstjórnar 2022-2026

Miðvikudaginn 8. júní kom ný bæjarstjórn saman til fundar í fyrsta sinn eftir kosningar. Á fundinum var m.a. kosið í embætti forseta bæjarstjórnar, skipað í allar nefndir og ráð sem og nýr bæjarstjóri kjörinn.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?