Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
19.01.2022

COVID-19: Krafa um sýnatöku í tengslum við smitgát afnumin og útivera í einangrun heimiluð

Einstaklingum sem sæta smitgát í kjölfar smitrakningar verður ekki lengur skylt að fara í hraðpróf við upphaf og lok smitgátar en þurfa að fara gætilega í 7 daga og í PCR próf ef einkenni koma fram. Einstaklingum í einangrun er jafnframt veitt takmörkuð heimild til útiveru. 

17.01.2022

Álagning fasteignagjalda 2022

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2022 eru nú aðgengilegir á rafrænu formi á Mínum síðum Seltjarnarnesbæjar og á island.is. Gjalddagar fasteignagjaldanna eru tíu talsins, 15. hvers mánaðar frá janúar – október.

Nýju umferðarljósin á mótum Nesvegar og Suðurstrandar orðin virk
17.01.2022

Nýju umferðarljósin á mótum Nesvegar og Suðurstrandar orðin virk

Vegagerðin og Seltjarnarnesbær hafa unnið saman að framkvæmdum vegna umferðarljósa við þessi fjölförnu gatnamót í því skyni að auka umferðaröryggi ekki síst fyrir gangandi hjólandi vegfarendur sem þvera gatnamótin.
14.01.2022

COVID-19: Almennar samkomutakmarkanir hertar frá 15. janúar

Almennar samkomutakmarkanir verða 10 manns, 2. metra nálægðarmörk og grímuskylda Gildandi takmarkanir á skólastarfi verða óbreyttar. Reglugerðin gildir til 2. febrúar nk. Sjá nánar:
13.01.2022

Tilkynning til notenda akstursþjónustu um öryggisbrest í kerfum Strætó

Líkt og komið hefur fram í fréttum varð Strætó fyrir fjandsamlegri netárás frá erlendum árásaraðilum í lok desember sem náðu að brjóta sér leið inn í kerfi Strætó og afrita gögn og upplýsingar sem þar eru að finna.

12.01.2022

Neyðarstigi Almannavarna vegna Covid-19 lýst yfir

Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna COVID-19 heimsfaraldursins og er það nú í 4ða sinn sem þar er gert frá upphafi faraldursins hér á landi.

11.01.2022

COVID-19: Gildandi takmarkanir innanlands framlengdar til 2. febrúar

Samhliða nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir hefur ráðherra til hagræðis sett sérstaka reglugerð um skólastarf, líkt og gert hefur verið á fyrri stigum faraldursins.
Hátt brotahlutfall í hraðamælingum lögreglunnar á Suðurströnd
10.01.2022

Hátt brotahlutfall í hraðamælingum lögreglunnar á Suðurströnd

58% ökumanna keyrði of hratt á Suðurströndinni þegar að lögreglan var þar við hraðamælingar í síðustu viku. Hámarkshraðinn til móts við íþróttamiðstöðina er 30 km/klst enda börn og gangandi vegfarendur á ferðinni allan daginn.
08.01.2022

COVID-19: Breyttar reglur um sóttkví

Með breytingunum er dregið úr takmörkunum á einstaklinga sem þurfa að sæta sóttkví ef þeir eru þríbólusettir gegn Covid.Sama máli gegnir um einstaklinga sem hafa jafnað sig af staðfestu smit og eru tvíbólusettir. Sjá nánar:
Jólatré verða hirt 10., 11. og 12. janúar
05.01.2022

Jólatré verða hirt 10., 11. og 12. janúar

Seltjarnarnesbær mun eins og undanfarin ár bjóða upp á þá þjónustu að hirða jólatrén, íbúum að kostnaðarlausu. Athugið að hafa þau í skjóli og vel skorðuð enda mikið hvassviðri í kortunum frá deginum í dag.
23.12.2021

Listaverkið Bollasteinn óvirkt vegna bilunar í stjórnbúnaði 

Skrúfa þurfti fyrir vatnið í Bollasteini þar sem að stjórnkerfið skemmdist og því er ekki hægt að njóta fótabaðsins á næstunni en panta þarft nýtt frá útlöndum og óvíst hversu langan tíma það tekur að fá það til landsins.

22.12.2021

COVID-19: Innanlandstakmarkanir hertar til að sporna við hraðri útbreiðslu smita

Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns, grímuskylda og nándarregla 2 metrar í stað 1 með ákveðnum undantekningum. Nýjar reglur taka gildi frá og með 23. desember 2021.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?