03.05.2022
Sveitastjórnarkosningar 2022 - Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Holtagörðum á 2. hæð
03.05.2022
NeshlaupTrimmklúbbs Seltjarnarness (TKS) verður laugardaginn 7. maí
Hlaupið hefur verið árviss viðburður um árabil en hlaupið er nú haldið í 33. sinn og nýtur mikilla vinsælda meðal götuhlaupara og skemmtiskokkara. Þrjár vegalengdir eru í boði: 3,25 km, 7,5 km og 15 km.
01.05.2022
Umhverfisdagar 29. apríl - 5. maí 2022
Á umhverfisdögunum gefst Seltirningum kostur á að setja trjágreinar og jarðvegsúrgang í gáma á fimm stöðum í bæjarfélaginu. Nú er ennfremur tíminn til að snyrta gróður við lóðarmörk.
24.04.2022
Framkvæmdir við Nesveg hefjast mánudaginn 25. apríl
Gatan verður fræst í þremur áföngum dagana 25., 26. og 27. apríl og malbikuð 4. og 5. maí. Hverjum hluta götunnar verður lokað á meðan en settar verða upp hjáleiðir og skýrar merkingar.
22.04.2022
Stóri plokkdagurinn verður sunnudaginn 24. apríl
Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt í deginum með því að plokka og fegra nærumhverfið. Poka með því rusli sem safnast má skilja eftir við ruslatunnur á gönguleiðum hér á Seltjarnarnesi.
20.04.2022
Græntími gönguljósanna á gatnamótum Suðurstrandar og Nesvegs hefur verið uppfærður og virkar vel.
Græntímar fyrir gangandi vegfarendur eru nú 25 sek. í öllum tilvikum og rýmingartími fyrir hreyfihamlaða örlítið lengri.
09.04.2022
Sveitarstjórnarkosningar 2022: Þrír framboðslistar á Seltjarnarnesi
Þrír framboðslistar skiluðu gildu framboði til sveitarstjórnarkosninga á Seltjarnarnesi sem fram fara þann 14. mai 2022. Listarnir eru eftirfarandi: D-listi Sjálfstæðisflokks, A-listi Framtíðin, S-listi Samfylking og óháðir.
09.04.2022
Samið hefur verið við Malbikunarstöðina Höfða hf. um malbikun á Nesveginum
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og Ásbert K. Ingólfsson framkvæmdastjóri undirrituðu samninga þess efnis í vikunni.
09.04.2022
Öruggari stoppistöð Strætó við Suðurströnd virkar vel
Flutningur á strætóstoppistöð við íþróttamiðstöðina á Suðurströndinni lauk í vikunni þegar að nýtt biðskýli var sett upp og leiðarkerfi Strætó var uppfært m.v. nýja staðsetningu. Strætó appið verður uppfært 10. apríl.
07.04.2022
Traust fjárhagsstaða og bjartir tímar á Nesinu
Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2021 sem undirritaður var af bæjarstjóra og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn á fundi bæjarráðs í dag fimmtudaginn 7. apríl, sýnir verulegan bata á rekstri og sterka fjárhagsstöðu bæjarins.