Fara í efni

Myndlistarsýning í Bókasafni Seltjarnarness í janúar 2005.

Val á bæjarlistamanni Seltjarnarness 2005 var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness laugardaginn 8. janúar 2005. Við þá athöfn var einnig opnuð myndlistarsýning í Bókasafni Seltjarnarness.

Kristjan_Davidsson_48Val á bæjarlistamanni Seltjarnarness 2005 var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness laugardaginn 8. janúar 2005. Við þá athöfn var einnig opnuð myndlistarsýning í Bókasafni Seltjarnarness.

Á myndlistarsýningunni eru valin nokkur listaverk úr eigu Seltjarnarnessbæjar. Verkin, sem valin  voru til sýnis, hafa prýtt stofnanir bæjarins og eru þau, sem nú

eru sýnd, aðallega  frá Bæjarskrifstofunum við Austurströnd.

Hafsteinn_Austmann_vListaverkin á sýningunni eru allt frá tímabilinu 1954  fram til 1993 og eru eftir 

þekkta íslenska myndlistarmenn. Má þar nefna  Braga Ásgeirsson, Grétar Reynisson, Hafstein Austmann, Karl Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Kristján Davíðsson, Magnús Tómasson, Sigurð Örlygsson og Tryggva Ólafsson.

Gudmunda_AndresdottirÁ Bókasafni Seltjarnarness eru einnig önnur listaverk, sem eru úr  merkri gjöf til bókasafnsins á hundrað ára afmæli þess árið 1985. Það voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sverrir Sigurðsson sem gáfu listaverk eftir meðlimi Septemhópsins. Þessi verk hanga á veggjum safnsins. Auk þess eru verk eftir fleiri myndlistamenn á safninu.

Öll þessi myndlistarverk eru  til sýnis í bókasafninu og er ánægjulegt að geta á þennan hátt sýnt almenningi hluta af því listaverkasafni sem Seltjarnarnesbær og stofnanir hans eiga.

 

Sýningin á verkum í eigu Seltjarnarnessbæjar stendur til janúarloka. Bókasafnið er opið mánudaga kl. 12-22, þriðjudaga til föstudaga kl. 12-19, laugardaga kl. 11-14.

 




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?