Fara í efni

Fasteignaskattur, vatnsgjald og lóðarleiga lækka verulega

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu meirihluta um að lækka álögur á fasteignaeigendur á Seltjarnarnesi til að vega á móti miklum hækkunum á fasteignamati á íbúðarhúsnæði í bænum. Fasteignaskattur mun lækka um 11%, lóðarleiga um tæplega 47% og vatnsskattur um 13%. Áætlað er að tekjur bæjarins lækki um tæpar 25 milljónir króna við þessa breytingu frá því sem ella hefði orðið.

PrósenturBæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu meirihluta um að lækka álögur á fasteignaeigendur á Seltjarnarnesi til að vega á móti miklum hækkunum á fasteignamati á íbúðarhúsnæði í bænum. Fasteignaskattur mun lækka um 11%, lóðarleiga um tæplega 47% og vatnsskattur um 13%. Áætlað er að tekjur bæjarins lækki um tæpar 25 milljónir króna við þessa breytingu frá því sem ella hefði orðið.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verðmæti fasteigna á Seltjarnarnesi hækkað verulega síðustu misseri og um áramót tók gildi nýtt fasteignamat frá Fasteignamati Ríkisins sem kveður m.a. á um 30% hækkun sérbýlis á Seltjarnarnesi en sú breyting hefur því veruleg áhrif á útgjöld heimilanna vegna fasteignagjalda eins og annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðaltalshækkun fasteignamats á Seltjarnarnesi nemur tæpum 18% á milli ára.

Álagningarstuðull fasteignaskatts lækkar við þessa samþykkt úr 0,36% í 0,32%, lóðarleiga úr 0,75% í 0,35% og vatnsskattur úr 0,15% í 0,13%. Fasteignatengdar álögur á Seltjarnarnesi hafa um langt skeið verið með þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu og leggur Seltjarnarnesbær t.d. ekki á holræsagjald, eitt sveitarfélaga á landinu.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?