Fara í efni

Seltjarnarnesbær vátryggir hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Þriðjudaginn 25. janúar var undirritaður vátryggingasamningur milli Seltjarnarnesbæjar og Sjóvá-Almennra trygginga hf. Samningurinn nær til allra stofnana og fyrirtækja bæjarfélagsins og er gildistími hans fimm ár.

Jónmundur Guðmarsson og Þorgils Óttar MathiesenÞriðjudaginn 25. janúar var undirritaður vátryggingasamningur milli Seltjarnarnesbæjar og Sjóvá-Almennra trygginga hf. Samningurinn nær til allra stofnana og fyrirtækja bæjarfélagsins og er gildistími hans fimm ár. Samningurinn tekur til allra vátryggingaviðskipta bæjarfélagsins svo sem brunatrygginga húseigna, húseigenda-, lausafjár-, og ábyrgðartrygginga bifreiða auk slysatrygginga starfsmanna og skólabarna.

Samningurinn er gerður í kjölfar tilboðs sem Sjóvá-Almennar gerðu í vátryggingar bæjarins. Ljóst er að sparnaður Seltjarnarnesbæjar er verulegur.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?