Fara í efni

Minnihlutinn skorar!

Hið árlega golfmót bæjarstjórnar Seltjarnarness og stjórnar Golfklúbbs Ness fór fram á dögunum. Að venju var hart barist og mátti oft sjá margar kylfur á lofti þegar torfur, tí - og á stundum kúlur - svifu í glæstum bogum um golfvöllinn á Seltjarnarnesi.

Hið árlega golfmót bæjarstjórnar Seltjarnarness og stjórnar Golfklúbbs Ness fór fram á dögunum. Að venju var hart barist og mátti oft sjá margar kylfur á lofti þegar torfur, tí - og á stundum kúlur - svifu í glæstum bogum um golfvöllinn á Seltjarnarnesi.

Bæjarstjóri og formaður GN, Eggert Eggertsson léku saman og voru í forystu framan af móti en þegar upp var staðið reyndist Sunneva Hafsteinsdóttir, annar af fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn, hlutskörpust og vann að lokum glæstan sigur í félagi við Arngrím Benjamínsson.

Arngrímur Benjamínsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Geirarður Geirarðsson, Jónmundur Guðmarsson og Eggert EggertssonÁ myndinni eru frá vinstri: Arngrímur Benjamínsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Geirarður Geirarðsson, Jónmundur Guðmarsson og Eggert Eggertsson (c) 2006 Árni Halldórsson

Í kjölfarið sigldu Jónmundur Guðmarsson og Ágerður Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar sem bæði teljast liðtækir golfarar en máttu sín lítils gegn yfirburðum Sunnevu.

Minnihlutinn hélt því uppi heiðri bæjarstjórnar í hinu árlega móti að þessu sinnu með öflugri sveiflu.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?