Fara í efni

Umhverfisviðurkenningar 2006

Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti í á dögunum viðurkenningar fyrir fallega garða, velheppnaðar endur bætur á gömlu húsi og snyrtilegt umhverfi. Athöfnin var haldin í Bókasafni Seltjarnarness og voru eftirfarandi viðurkenningar veittar:

Verðlaunahafar 2006

Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti í á dögunum viðurkenningar fyrir fallega garða, velheppnaðar endur bætur á gömlu húsi og snyrtilegt umhverfi. Athöfnin var haldin í Bókasafni Seltjarnarness og voru eftirfarandi viðurkenningar veittar:


Garður ársins 2006 - Nesbali 50
Nesbali 50 er garður ársins. Eigendur eru þau Jónas Hvannberg og Þorbjörg Guðmundsdóttir.

Sólbraut 9 fékk viðurkenningu fyrir fallega hönnun garðs. Eigendur eru þau Freyr Þórarinsson og Kristín Geirsdóttir.

Skerjabraut 5 - Skálavík fékk viðurkenningu fyrir vel heppnaðar endurbætur eldra húss. Eigendur eru þau Stefán E. Sigurðsson og Inga K. Guðlaugsdóttir.

Gata ársins 2006 - Hrólfsskálavör

Hrólfsskálavör er gata ársins.

Seltjarnarneskirkja fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi.

Tré ársins - 2006 Hlynur á Unnarbraut 14

Tré ársins var valið stæðilegur hlynur sem stendur í garðinum á Unnarbraut 14. Eigendur eru þau Sólveig Pálsdóttir og Torfi Þorsteinsson.

Dómnefnd skipuðu eftirtaldir:
Margrét Pálsdóttir, Helga Jónsdóttir og Þór Sigurgeirsson frá umhverfisnefnd Seltjarnarness, Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri, Hrafnhildur Sigurðardóttir frá Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness og Jóhanna Runólfsdóttir frá Vörðunni, slysavarnadeild kvenna.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?