Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti í á dögunum viðurkenningar fyrir fallega garða, velheppnaðar endur bætur á gömlu húsi og snyrtilegt umhverfi. Athöfnin var haldin í Bókasafni Seltjarnarness og voru eftirfarandi viðurkenningar veittar:
Nesbali 50 er garður ársins. Eigendur eru þau Jónas Hvannberg og Þorbjörg Guðmundsdóttir.
Sólbraut 9 fékk viðurkenningu fyrir fallega hönnun garðs. Eigendur eru þau Freyr Þórarinsson og Kristín Geirsdóttir.
Skerjabraut 5 - Skálavík fékk viðurkenningu fyrir vel heppnaðar endurbætur eldra húss. Eigendur eru þau Stefán E. Sigurðsson og Inga K. Guðlaugsdóttir.
Hrólfsskálavör er gata ársins.
Seltjarnarneskirkja fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi.
Tré ársins var valið stæðilegur hlynur sem stendur í garðinum á Unnarbraut 14. Eigendur eru þau Sólveig Pálsdóttir og Torfi Þorsteinsson.
Dómnefnd skipuðu eftirtaldir:
Margrét Pálsdóttir, Helga Jónsdóttir og Þór Sigurgeirsson frá umhverfisnefnd Seltjarnarness, Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri, Hrafnhildur Sigurðardóttir frá Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness og Jóhanna Runólfsdóttir frá Vörðunni, slysavarnadeild kvenna.