Fara í efni

Miklar endurbætur á húsnæði Grunnskólans

Endurnýjun og stækkun á húsnæði beggja grunnskólabygginga Seltjarnarnesbæjar hafa nú staðið yfir um nokkurra ára skeið. Vel miðar með framkvæmdirnar og í sumar náðist sá áfangi að endurbótum á Valhúsaskóla er lokið og stefnt er að því að ljúka við Mýrarhúsaskóla á næsta ári. Með því líkur hátt í 400 milljón króna endurbótaátaki á grunnskólum bæjarins.

Endurnýjun og stækkun á húsnæði beggja grunnskólabygginga Seltjarnarnesbæjar hafa nú staðið yfir um nokkurra ára skeið. Vel miðar með framkvæmdirnar og í sumar náðist sá áfangi að endurbótum á Valhúsaskóla er lokið og stefnt er að því að ljúka við Mýrarhúsaskóla á næsta ári. Með því líkur hátt í 400 milljón króna endurbótaátaki á grunnskólum bæjarins.

Glæsilegt bókasafn í Valhúsaskóla.

Í sumar var bókasafnið í byggingu Valhúsaskóla endurnýjað frá grunni. Nýja bókasafnið er einkar glæsilegt og bætir mjög Bókasafn Valhúsaskólaaðstöðu nemenda og starfsfólks en nánast allar innréttingar þess eru hreyfanlegar sem eykur mjög notkunarmöguleika safnsins. Staðsetning þess í miðjum skólanum gerir það einnig að verkum að safnið verður að nokkurs konar þungamiðju í starfsemi skólans. Nemendur og kennarar voru að vonum ánægðir með endurbæturnar en innréttingar og hönnun þess henta vel þeim sveigjanleika sem nútímakennsluhættir kalla á.

 

Kennslustofur í Mýrarhúsaskóla endurnýjaðar

Efri hæð gömlu byggingar Mýrarhúsaskóla var einnig endurnýjuð í sumar. Með breytingunum stækka kennslustofur og gangrými er betur nýtt en áður var. Fyrir ári var fyrsta hæðin tekin í gegn en nú er einungis eftir að ganga frá kjallara byggingarinnar. Við upphaf skólaársins var ekki annað að sjá en nemendum sem og starfsmönnum litist vel á endurbæturnar sem ná til allra þátta húsnæðisins allt frá raf- og pípulögnum til húsgagna.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?