Fara í efni

Gervigrasvöllurinn vígður

Gervigrasvöllurinn við Suðurströnd var formlega vígður á Gróttudeginum sem haldinn var hátíðlegur síðastliðinn laugardag að viðstöddu fjölmenni. Vígslan fór fram á hinum árlega Gróttudegi knattspyrnudeildarinnar.

Gervigrasvöllurinn við Suðurströnd var formlega vígður á Gróttudeginum sem haldinn var hátíðlegur síðastliðinn laugardag að viðstöddu fjölmenni. Vígslan fór fram á hinum árlega Gróttudegi knattspyrnudeildarinnar. Við vígslu gervigrasvallar - Lárus B. Lárusson

Formaður æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, Lárus B. Lárusson flutti ávarp við vígsluna og sagði þar meðal annars að nú væri langþráður draumur knattspyrnumanna á Seltjarnarnesi um bætta aðstöðu orðinn að veruleika.

Við vígslu gervigrasvallar - Jónmundur Guðmrsson

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, klippti á borðann ásamt Garðari Guðmundssyni, stofnanda Gróttu. Sóknarprestur Seltjarnarneskirkju, séra Sigurður Grétar Helgason fór síðan með stutta bæn og blessaði völlinn.

Við vígslu gervigrasvallar - séra Sigurður Grétar Helgason

Við vígslu gervigrasvallar

Við vígslu gervigrasvallar

Myndirnir tók Haukur Harðarson




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?