Fara í efni

Sterk fjárhagsstaða Seltjarnarnesbæjar

Niðurstaða ársreiknings Seltjarnarness fyrir árið 2009 ber vott um áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu bæjarins en ársreikningurinn var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 28. apríl síðastliðinn.

Niðurstaða ársreiknings Seltjarnarness fyrir árið 2009 ber vott um áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu bæjarins en ársreikningurinn var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 28. apríl síðastliðinn.

Rekstrarafkoma af reglulegum rekstri A hluta var 115 m.kr. betri en áætlun gerði ráð fyrir og 105 m.kr. betri en áætlun samkvæmt samanteknum ársreikningi A- og B- hluta. Rekstrarhalli af reglulegri starfsemi A hluta varð 310 m.kr. en 380 m.kr.  samkvæmt samanteknum reikningi A og B hluta. Þar sem óvissa er um innheimtanleika á kröfu vegna selds byggingaréttar var gerð sérstök varúðarniðurfærsla að fjárhæð 349 m.kr. sem kemur fram í rekstrarreikningi undir liðnum óvenjulegir liðir. Þegar tekið er tillit til þessarar sérstöku varúðarniðurfærslu er rekstrarafkoma A hluta neikvæð um 659 m.kr. og 728 m.kr.   samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta.

Rekstrartekjur A- og B- hluta, ársins námu 2.268 m.kr. og voru um 59 m.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrargjöld A- og B- hluta án fjármagnsliða námu 2.641 m.kr. eða 13 m.kr. undir fjárhagsáætlun. Fjármagnsliðir A- og B- hluta tóku til sín 7 m.kr. á árinu 2009 sem er 34 m.kr.  minna en samkvæmt fjárhagsáætlun.

Fjárfestingar á árinu námu samtals um 226 m.kr. Þar af var stofnkostnaður við Lækningaminjasafn um 131 m.kr. og vegna stúku og vallarhúss 52 m.kr.   

Eiginfjárstaða bæjarins er áfram afar sterk en eigið fé í árslok 2009 samkvæmt samanteknum ársreikningi nam tæpum 3 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfallið 0,59. Svo hátt eiginfjárhlutfall er ekki algengt meðal sveitarfélaga.

Greiðslustaða bæjarins er einnig sterk en veltufjárhlutfall A hluta var í árslok 2009 1,94 og samkvæmt samanteknum ársreikningi 1,03. Veltufjármunir samkvæmt samanteknum ársreikningi námu samtals 845 m.kr. í árslok og var handbært fé þar af 551 m.kr.

Íbúar bæjarins voru 4.406 í árslok 2009 og fjölgaði á árinu um þrjá en á undanförnum árum hefur verið um fólksfækkun að ræða.

Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2009 sýnir áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu. Með markvissum aðhaldsaðgerðum hefur tekist að ná betri rekstrarafkomu á árinu 2009 en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Heildarskuldir og skuldbindingar í árslok 2009 samkvæmt samanteknum ársreikningi námu 407 þús.kr. á íbúa. Ef tekið er tillit til peningalegra eigna í árslok þá er hrein skuld á íbúa í árslok 2009 aðeins 230 þús.kr. Fullyrða má að slík staða er fágæt meðal sveitarfélaga í dag.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 gerir ráð fyrir hallalausum rekstri bæjarins. Það er því afar mikilvægt að fylgst sé áfram vel með framvindu í afkomuþróun á næstu misserum þannig að unnt verði að ná þeim markmiðum sem bæjarstjórn hefur sett sér um að standa vörð um grunnþjónustu við íbúana en halda þó þeim fjárhagslega styrkleika sem hefur verið eitt megineinkenni Seltjarnarnesbæjar á liðnum árum. 

Seinni umræða um ársreikning Seltjarnarness fyrir árið 2009 verður á fundi bæjarstjórnar þann 12. maí næstkomandi.  

Sjá ársreikninga Bæjarsjóðs Seltjarnarness


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?