Fara í efni

Hækkun á niðurgreiðslum með börnum sem eru í daggæslu í heimahúsum.

Ákveðið hefur verið að hækka verulega niðurgreiðslur til dagforeldra vegna daggæslu yngstu barnanna. Gengið er út frá því að foreldrar greiði svipaða upphæð fyrir barn hjá dagforeldri og fyrir barn í leikskóla.

Nýjar reglur um greiðslu með börnum sem eru í daggæslu hjá dagforeldrum taka gildi 1. júní nk. Markmiðið er að gera dvöl barna hjá dagforeldrum að raunhæfum valkosti fyrir foreldra ungra barna.

Ákveðið hefur verið að hækka verulega niðurgreiðslur til dagforeldra vegna daggæslu yngstu barnanna. Gengið er út frá því að foreldrar greiði svipaða upphæð fyrir barn hjá dagforeldri og fyrir barn í leikskóla.

Seltjarnarnesbær niðurgreiðir fyrir vistun hjá dagforeldri upp að ákveðnu hámarki (sjá Reglur um greiðslur til dagforeldra, vegna daggæslu barna í heimahúsi, með lögheimili á Seltjarnarnesi) og foreldrar geta því valið þann kost sem þeir telja að henti sínu barni best. Greiðslurnar miða við að 6 mánaða börn einstæðra foreldra og 9 mánaða börn hjóna og sambúðarfólks eins og verið hefur.

Systkinaafsláttur

Um leið og nýju reglurnar taka gildi verður einnig tekinn upp systkinaafsláttur á milli leikskóla og dagforeldra. Foreldrar fá þannig systkinaafslátt fyrir barn í leikskóla, eigi barnið systkin sem er í vistun hjá dagforeldri.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?