Fara í efni

Eftirlit með mögulegu öskufalli á höfuðborgarsvæðinu

Ekki eru líkur á að aska berist til höfuðborgarinnar næstu daga, samkvæmt veðurspám, en neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar fylgist grannt með þróun gossins í Eyjafjallajökli og hvaða áhrif mögulegt öskufall gæti haft á Seltjarnarnesi.

Ekki eru líkur á að aska berist til höfuðborgarinnar næstu daga, samkvæmt veðurspám, en neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar fylgist grannt með þróun gossins í Eyjafjallajökli og hvaða áhrif mögulegt öskufall gæti haft á Seltjarnarnesi.

Drykkjarvatn: Ólíklegt er að neysluvatn Seltirninga spillist þótt aska berist yfir borgina. Fylgst er með gæðum neysluvatnsins reglulega. Flúormagn vatnsins mælist alltaf langt undir viðmiðunarmörkum. En berist aska yfir vatnsverndarsvæðið verður neysluvatnið undir aukni eftirliti í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur.

Loftmengun: Viðbragðsteymi fylgist með loftgæðum á höfuðborgarsvæðinu og mun gefa út leiðbeiningar og viðvaranir til almennings um loftmengun vegna öskufalls ef þörf krefur. Engin ástæða er til sérstakra varúðarráðstafana s.s. að bera öndunargrímur utandyra nema ef um öskufall verði að ræða. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri, astma eða lungnasjúkdóma eru þar í sérstökum áhættuhópi. Fínasti hlutinn af öskunni er í formi svifryks en í Reykjavík eru þrjár mælistöðvar sem mæla svifryk og hægt er að fylgjast með niðurstöðum mælinga meðal annars á loftgæðatengli Reykjavíkurborgar. Almennar leiðbeiningar eru að finna á vef Umhverfisstofnunar og Almannavarna.

Sjá nánari leiðbeiningar í bæklingnum: Öskufall. Leiðbeiningar um vígbúnað fyrir, eftir og á meðan öskufall stendur Pdf skjal 308 kb

Tenglar:

Loftgæðamælingar í Reykjavík: http://www.loft.rvk.is/
Loftgæði í Reykjavík: www.reykjavik.is (vefmælir)
Almannavarnir www.almannavarnir.is
Umhverfistofnun  www.ust.is


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?