18.06.2014
Fyrsta skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi í dag
Í dag, miðvikudag 18. júní kl. 13:15, munu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og nokkrir íbúar Seltjarnarnessbæjar taka fyrstu skóflustungu að nýju hjúkrunarheimili sem rísa mun við Safnatröð á Seltjarnarnesi.
13.06.2014
Þjóðhátíðardagurinn á Seltjarnarnesi aldrei stærri
Þar sem Seltjarnarnesbær fagnar fjörutíu ára kaupstaðarafmæli á þessu ári verða 17. júní hátíðarhöldin í bænum enn veglegri en undanfarin ár. Hátíðin fer fram annað árið í röð í Bakkagarði við Suðurströnd og verður dagskráin haldin bæði að degi og kvöldi til.
05.06.2014
Nýr aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness
Guðjón Steinar Þorláksson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness frá 1. ágúst 2014.
05.06.2014
Minningargjöf
Laugardaginn 31. maí afhenti Erna Kristinsdóttir og fjölskylda hennar Seltjarnarnesbæ og íbúum hans nestisborð að gjöf til að setja upp í bænum.
02.06.2014
Frítt sundkort á Seltjarnarnesi
Í morgun kynnti Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness nemendum í 10. bekk Valhúsaskóla Hitaveitu Seltjarnarness. Borholurnar við Snoppu og Bygggarða voru skoðaðar og þaðan lá leið að hitaveitustöðinni að Lindarbraut þar sem boðið var upp á veitingar.
02.06.2014
Gróðursetning á Bolaöldu
Nemendur Mýrarhúsaskóla hafa sett niður trjáplöntur og dreift lífrænum áburði á örfoka landsvæði á Bolaöldu frá árinu 2005. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs eða GFF. Verkefnið kallast LAND-NÁM og er hluti af útiskóla sem samtökin starfrækja í samvinnu við grunn og framhaldsskóla.
30.05.2014
Útskriftarárgangur í heimsókn hjá bæjarstjóra
Það var hressilegur hópur barna sem heimsótti bæjarstjóra Seltjarnarness, Ásgerði Halldórsdóttur, sl. miðvikudag og þáðu hjá henni mjókurkex.
26.05.2014
Slítur Tónlistarskóla Seltjarnarness í síðasta sinn
Gylfi Gunnarsson, skólastjóri, sleit Tónlistarskóla Seltjarnarness í Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 21. maí fyrir fullu húsi. Þetta var í átjánda og síðasta sinn sem Gylfi slítur skólanum, þar sem hann mun láta af störfum eftir þetta skólaár, en hann hóf störf við skólann sem gítarkennari haustið 1983.
26.05.2014
Álftarungi kominn á Bakkatjörn
Blaðamenn Morgunblaðsins eru einlægir aðdáendur álftarparsins á Bakkavör og eru jafnan fyrstir með fréttir af þessu sómapari, en þau gleðilegu tíðindi áttu sér stað í gær að ljósmyndari blaðsins sá til unga í fylgd með föður sínum skammt frá Svandísi, en hún liggur enn þá á
23.05.2014
Seltjarnarnesbær er Stofnun ársins 2014
Í gær, fimmtudaginn 22. maí, kunngjörði Starfsmannafélag Reykjavíkur á fjölmennri samkomu, sem haldin var í Hörpu, að Seltjarnarnesbær hlyti nafnbótina Stofnun ársins Borg og bær árið 2014 í flokki minni stofnanna.
22.05.2014
Umferðaröryggisáætlun samþykkt - Umferðarslys afar fátíð
Aðeins tvö alvarlega umferðarslys hafa orðið á Seltjarnarnesi á síðastliðnum átta árum. Þetta kom fram á opnum fundi í gær, miðvikudaginn 21. maí, þegar ný og heildstæð umferðaröryggisáætlun sem tekur til alls bæjarfélagsins var kynnt á opnum fundi í Íþróttahúsi Seltjarnarness.