Fara í efni

Seltjarnarnesbær er Stofnun ársins 2014

Í gær, fimmtudaginn 22. maí, kunngjörði Starfsmannafélag Reykjavíkur á fjölmennri samkomu, sem haldin var í Hörpu, að Seltjarnarnesbær hlyti nafnbótina Stofnun ársins Borg og bær árið 2014 í flokki minni stofnanna.
Stofnun ársins 2014Í gær, fimmtudaginn 22. maí, kunngjörði Starfsmannafélag Reykjavíkur á fjölmennri samkomu, sem haldin var í Hörpu, að Seltjarnarnesbær hlyti nafnbótina Stofnun ársins Borg og bær árið 2014 í flokki minni stofnanna. Viðurkenninguna hlaut Fjárhags- og stjórnsýslusvið bæjarins en í hópi stærri stofnana hlaut Fræðslusvið Seltjarnarness þriðju verðlaun. Þá hlutu bæði sviðin viðurkenningu sem Fyrirmyndarstofnun ársins 2014. Önnur svið innan bæjarins lentu líka ofarlega á listanum.

Fyrirmyndarstofnun 2014Þessi einstaki árangur þykir endurspegla þann kraft og metnað sem starfsfólk Seltjarnarnessbæjar býr yfir og er góð hvatning til að halda áfram á sömu braut og hlúa að því sem betur má fara. Viðurkenningarnar eru byggðar á stærstu reglulegu vinnumarkaðskönnun, sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. Í henni er leitað eftir viðhorfi félagsmanna  til vinnu sinnar og yfirmanna, líðan þeirra í starfi, starfsumhverfi, tækjabúnað og hvernig samskiptum er háttað á vinnustaðnum. Sextíu og tvær stofnanir komust á lista í ár. Þykir könnun sem þessi gefa góða mynd af starfsumhverfi og starfsánægju starfsmanna stofnunar/fyrirtækis.

Við útnefningu viðurkenninga um Stofnun ársins Borg og bær 2014
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóra Seltjarnarness ásamt Garðari Hilmarssyni formanni St.Rv. og handhöfnum annars og þriðja sætis í minni stofnunum ársins við afhendinguna í Silfurbergi.

Þessi einstaki árangur þykir endurspegla þann kraft og metnað sem starfsfólk Seltjarnarnessbæjar býr yfir og er góð hvatning til að halda áfram á sömu braut og hlúa að því sem betur má fara. Viðurkenningarnar eru byggðar á stærstu reglulegu vinnumarkaðskönnun, sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. Í henni er leitað eftir viðhorfi félagsmanna  til vinnu sinnar og yfirmanna, líðan þeirra í starfi, starfsumhverfi, tækjabúnað og hvernig samskiptum er háttað á vinnustaðnum. Sextíu og tvær stofnanir komust á lista í ár. Þykir könnun sem þessi gefa góða mynd af starfsumhverfi og starfsánægju starfsmanna stofnunar/fyrirtækis.

Þetta er í þriðja sinn sem Starfsmannafélag Reykjavíkur veitir slíka viðurkenningu, en fyrir liðlega ári síðan sameinaðist Starfsmannafélag Seltjarnarness Starfsmannafélag Reykjavíkur. 

Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni  SFR stéttarfélags, VR. og  St.Rv. auk Starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisinsins sem tekur þátt í könnuninni fyrir alla starfsmenn.

Nánari upplýsingar um val á fyrirtækjum og stofnunum má finna hér: http://www.strv.is/stofnun-arsins---borg-og-baer/
Á myndunum má sjá starfsmenn Fjárhags- og stjórnsýslusvið Seltjarnarnessbæjar með verðlaunagripinn og viðurkenningarskjal. 

Gunnar Lúðvíksson og Baldur Pálsson
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóra Seltjarnarness og Baldur Pálsson fræðslustjóra Seltjarnarness með viðurkenningu fyrir Fyrirmyndarstofnanir árisins 2014.

Fjárhags- og stjórnsýslusvið
Starfsmenn Fjárhags- og stjórnsýslusvið Seltjarnarnesbæjar, talið frá vinstri, efri röð: Stefán Bjarnason, Sigrún Halla Gísladóttir, Ingibjörg Ölvisdóttir, Alda Gunnarsdóttir, Gunnar Lúðvíksson. Neðri röð:;Gyða Jónsdóttir, Helga Vallý Björgvinsdóttir, Auður Daníelsdóttir og Ása Þórðardóttir

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?