Fara í efni

Fyrsta skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi í dag

Í dag, miðvikudag 18. júní kl. 13:15, munu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og nokkrir íbúar Seltjarnarnessbæjar taka fyrstu skóflustungu að nýju hjúkrunarheimili sem rísa mun við Safnatröð á Seltjarnarnesi.

Nýtt hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi
Í dag, miðvikudag 18. júní kl. 13:15, munu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri og nokkrir íbúar Seltjarnarnessbæjar taka fyrstu skóflustungu að nýju hjúkrunarheimili sem rísa mun við Safnatröð á Seltjarnarnesi.

Áður en skóflustunga fer fram verður undirritaður samningur hlutaðeigandi aðila að bæjarstjórnarskrifstofu Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2, kl. 13:00.

Boðið verður upp á veitingar að skóflustungu lokinni.

Ein rómaðasta staðsetning Nessins
Bygging hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi markar tímabót í byggingarsögu bæjarfélagsins.Því hefur verður fundinn staður á einum rómaðasta útsýnisstað á Nesinu, við norðurtún Nes II, þar sem nú heitir Safnatröð. Hjúkrunarheimilið mun hýsa 40 íbúðir þar sem áhersla er lögð á að umhverfi og aðaðbúnaður líkist hefðbundnum einkaheimilum í notalegu umhverfi. Um leið miðast hönnunin að því að mæta þörfum fólks sem hefur skerta getu til athafna. Byggingin er á einni hæð, án stiga og gott aðgengi er að henni. Bílastæði og aðstaða til útiveru eru einnig opin og afar aðgengileg. Hið nýja hjúkrunarheimili býður upp á aðstæður sem stuðla að vellíðan þeirra sem þar dvelja, jafnt heimilismanna sem starfsfólks og aðstandenda. Forsendur byggingarinnar grundvallast á stefnu og viðmiðum velferðarráðuneytisins í öldrunarmálum.

Stefnt er að því að heimilið verði tilbúið til notkunar um áramótin 2014/2016.

Seltjarnarnesbær annast hönnun og byggingu heimilisins í samráði við Framkvæmdasýslu ríkisins og Velferðarráðuneytið. Björn Guðbrandsson arkitekt frá Arkís ehf. er arkitekt hússins.

Dagskrá:

Kl. 13:00 Undirskrift ráðherra og bæjarstjóra að Bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2.

Kl. 13:15 Skóflustunga við Safnatröð.

Kl. 13:30 Boðið upp á veitingar við Safnatröð

Leiðarlýsing að Safnatröð: Ekið er eftir Norðurströnd, beygt til vinstri inn Sefgarða, þar sem Safnatröð tekur við.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?